fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Bleikt

Ástarsaga hataðasta fólks Bretlands

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 18. janúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretland logar eftir að Harry og Meghan, hertoginn og hertogaynjan af Sussex, tilkynntu að þau ætluðu að segja sig úr bresku konungsfjölskyldunni og verða fjárhagslega sjálfstæð. Harry og Meghan hafa ekki verið lengi saman í stóra samhenginu og hefur samband þeirra þróast mjög hratt ef litið er á ástarsögu hjónanna.

Júlí 2016

Harry og Meghan hittust fyrst í London og voru það sameiginlegir vinir sem kynntu þau. Neistar flugu undir eins á milli prinsins og leikkonunnar.

Nóvember 2016

Harry staðfesti samband sitt við Meghan í opinberri yfirlýsingu. Í henni fordæmdi hann kynþáttahatara og karlrembur sem gagnrýndu leikkonuna.

Október 2016

Meira kom í ljós um sambandið og sagði Us Weekly frá því að Harry hefði byrjað að hafa samband við Meghan í júní og sent henni oft smáskilaboð. „Harry elskar hvað hún er mannúðleg,“ sagði heimildarmaður ritsins. „Eitt af því fyrsta sem þau töluðu um voru dýraathvörf. Hann elskar hvað hún er umhyggjusöm.“

Janúar 2017

Harry kynnti Meghan fyrir mágkonu sinni, hertogaynjunni Kate Middleton, og bróðursystur sinni, Karlottu prinsessu, í Kensington-höll í London. Meghan hitti Vilhjálm prins, bróður Harry, og Karl Bretaprins, föður Harry, nokkrum mánuðum síðan.

Brjálað stuð Meghan og Harry sáust fyrst opinberlega á pólóleik.

Mars 2017

Meghan hvatti kærasta sinn til dáða á pólóleik í Ascot á Englandi og var þetta í fyrsta sinn sem þau sáust saman á opinberum viðburði.

Maí 2017

Parið mætti í brúðkaup Pippu Middleton, systur Kate, og James Matthews í Bucklebury á Englandi. Meghan var ekki viðstödd við athöfnina sjálfa en eftir hana lagði Harry á sig 160 kílómetra ferðalag til að sækja sína heittelskuðu svo hún gæti tekið þátt í veislunni.

Ágúst 2017

Harry og Meghan fóru til Botswana í Afríku til að halda upp á 36 ára afmæli leikkonunnar og verja tíma með vinum Harry.

Óð í Harry Meghan opnaði sig um sambandið í viðtali við Vanity Fair.

September 2017

Meghan rauf þögnina um ástarsambandið í forsíðuviðtali við Vanity Fair. „Við erum par. Við erum ástfangin,“ sagði hún í viðtalinu. „Ég vona að fólk skilji að þetta er okkar tími. Þetta er fyrir okkur. Það er það sem gerir þetta sérstakt, að þetta er okkar. En við erum hamingjusöm. Ég elska góða ástarsögu.“

Þrjú á palli Elísabet, Meghan og Harry.

September 2017

Meghan hitti Elísabetu Bretadrottningu í fyrsta sinn í sumarhúsi drottningar, Balmoral-kastala.

Stór dagur Harry og Meghan tilkynna trúlofunina fyrir fjölmiðlum.

Nóvember 2017

Tilkynnt var um trúlofun Harry og Meghan aðeins nokkrum dögum eftir að hún lauk tökum á sjónvarpsþáttunum Suits og flutti til London. Samkvæmt tilkynningu frá krúnunni fór Harry á skeljarnar snemma í nóvembermánuði. Í trúlofunarhring Meghan voru demantar úr nælu sem var í eigu Díönu heitinnar prinsessu, móður Harry. Eftir tilkynninguna fóru tilvonandi hjónin í viðtal á BBC, þeirra fyrsta viðtal saman. „Þetta var stórkostlega óvænt,“ sagði Meghan um bónorðið. „Þetta var svo sætt og eðlilegt og mjög rómantískt. Hann fór niður á annað hné. Raunar gat ég varla leyft honum að klára. Ég sagði bara: Má ég segja já núna?“

Óvenjulegar Trúlofunarmyndirnar voru ekki í anda bresku konungsfjölskyldunnar.

Desember 2017

Opinberar trúlofunarmyndir af parinu eru sendar út en þær voru teknar af ljósmyndaranum Alexi Lubomirski.

Dásamlegur dagur Heimsbyggðin horfði á Harry og Meghan ganga í það heilaga í beinni útsendingu.

Maí 2018

Meghan og Harry gengu í það heilaga þann 19. maí í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala. Þúsundir mættu til að bera hjónin augum, en sex hundruð gestum var boðið að vera viðstaddir. Einn gest vantaði þó, föður brúðarinnar, Thomas Markle. Mikið var fjallað um samband feðginanna fyrir brúðkaupið og tjáði Thomas sig fjálglega við alla helstu slúðurmiðla heims. Hefur Meghan sakað föður sinn um að ljúga til að fá athygli. Það var svo einnig Alexi Lubomirski sem tók brúðkaupsmyndir af hjónunum, en þær voru birtar tveimur dögum eftir herlegheitin.

Júní 2018

Stuttu eftir brúðkaupið fóru sögur á kreik um að hjónin ætluðu sér að fjölga mannkyninu. „Að eignast börn er klárlega í forgangi,“ sagði heimildarmaður Us Weekly á sínum tíma. „Hún og Harry vilja stofna fjölskyldu strax og hún ætlar að byrja að reyna eins fljótt og auðið er.“

Október 2018

Í tilkynningu frá Kensington-höll þann 15. október var það tilkynnt að Meghan bæri fyrsta barn hjónanna undir belti.

Nóvember 2018

Áætlanir Meghan og Harry um að flytja frá London í Frogmore-sumarhúsið í Windsor voru gerðar opinberar. Gerðu þau þetta til að búa sig undir komu barnsins.

Janúar 2019

Meghan ljóstraði upp um settan dag er hún talaði við heimamenn í Birkenhead. Þá sagði hún að barnið kæmi seint í apríl eða í byrjun maí.

Febrúar 2019

Steypiboð var haldið fyrir Meghan í New York af frægum vinkonum hennar, þar á meðal Gayle King, Amal Clooney og Serenu Williams. Hins vegar er það ekki venjan að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu með steypiboð, hvað þá lúxusboð eins og það sem haldið var fyrir Meghan, og því varð hertogaynjan fyrir nokkru aðkasti vegna þess.

Lukkuleg Tilvonandi hjónin í sínu fyrsta viðtali saman.

Apríl 2019

Harry og Meghan byrjuðu á Instagram þann 2. apríl, með sameiginlegan reikning. Var markmið hjónanna að einblína á góðgerðarsamtök sem hjónin styðja á síðunni. Degi síðar fluttu þau inn í Frogmore-sveitasetrið í Windsor.

Archie frumsýndur Fjölmiðlar fengu að kynnast Archie litla tveimur dögum eftir að hann fæddist.

Maí 2019

Fyrsta barn hjónanna, Archie litli Harrison, kom í heiminn þann 6. maí. Tveimur dögum síðar sýndu hjónin heiminum frumburðinn í Windsor-kastala, en Meghan fór gegn hefð konungsfjölskyldunnar og lét ekki mynda sig fyrir utan fæðingardeildina. „Þetta er töfrum líkast. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Meghan við fjölmiðla. „Ég á tvo bestu strákana í heiminum þannig að ég er mjög hamingjusöm.“

Júlí 2019

Archie var skírður við lokaða athöfn í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala þann 6. júlí. Meghan og Harry héldu því fyrir sig hverjir væru guðforeldrar Archie. Tæpum tveimur vikum seinna mættu hjónin á rauða dregilinn í fyrsta sinn frá fæðingu Archie, nánar tiltekið á Evrópufrumsýningu The Lion King.

Október 2019

Meghan kærði The Mail on Sunday fyrir að birta persónuleg bréf sem hún skrifaði til föður síns. Harry gaf út tilkynningu um eineltið sem Meghan hefði þurft að þola af hendi fjölmiðla síðan þau hófu ástarsamband sitt. „Ég hef verið þögult vitni þeirrar þjáningar of lengi,“ skrifaði hann. „Að halda sig til hlés og gera ekkert gengur gegn því sem við trúum á. Það kemur sá tímapunktur þar sem það eina sem hægt er að gera er að mótmæla slíkri hegðun því hún eyðileggur fólk og eyðileggur líf.“

Bæ, bæ Harry og Meghan hafa sagt skilið við krúnuna.

Janúar 2020

Harry og Meghan vörðu jólunum í Kanada ásamt syninum Archie, en ekki með konungsfjölskyldunni. Þetta vakti sögur um að þau ætluðu hugsanlega að flytja til Kanada á nýju ári, en Meghan starfaði og bjó í Kanada áður en hún varð partur af konungsfjölskyldunni. Það var svo stuttu síðar sem Meghan og Harry tilkynntu það á Instagram-síðu sinni að þau hefðu ákveðið að segja sig úr konungsfjölskyldunni og verða fjárhagslega sjálfstæð. Þau hétu því að halda áfram að vinna fyrir drottninguna, Karl Bretaprins, Vilhjálm prins og aðra meðlimi fjölskyldunnar. Þau ætla að búa til skiptis í Bretlandi og Norður-Ameríku. Bretar hafa kosið að kalla þessa umdeildu ákvörðun Megxit af augljósum ástæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur

Vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bókin sem margir kvíða – Mariah Carey gefur út sjálfsævisögu

Bókin sem margir kvíða – Mariah Carey gefur út sjálfsævisögu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.