fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hún fékk tölvu kærasta síns lánaða og fann virkilega ógeðslega síðu.

„Ég fékk tölvu kærasta míns lánaða og fann „nauðgunar-klámsíðu“ í vafrasögunni (e. history) sem hafði verið heimsótt margsinnis. Ég skoðaði síðuna, og það kemst ekki nálægt því að segja að ég hafi verið hneyksluð,“ segir konan.

„Ég er 23 ára og kærasti minn er 29 ára. Hann sver að þetta var ekki hann sem horfði á þetta. Hann segist hafa skilið eftir fartölvuna sína heima hjá vini sínum yfir helgi og var nýbúinn að sækja tölvuna þegar ég fékk hana lánaða.

Var þetta vinur hans, vinur vinar hans eða kærasti minn? Það er ekkert lykilorð til að komast inn í tölvuna hans þannig þetta hefði getað verið hver sem er.

Hann er mjög blíður elskhugi og segir að svona vefsíður séu viðbjóðslegar og ógeðslegar, en hvernig get ég verið viss?“

Deidre segir konunni að treysta eðlishvöt sinni.

„Treystu eðlishvöt þinni og ekki láta grunsemdir eyðileggja frábært samband. Það getur verið að vinum hans hafi fundist þetta vera brandari og að kærasti þinn gæti þurft að vera meðvitaðri um hverjum hann lánar tölvuna.“

Hvað segja lesendur, hvað á konan að gera?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Dramb er falli næst – Sjálfstæðisflokkurinn toppar á vitlausum tíma og nú liggur leiðin niður

Orðið á götunni: Dramb er falli næst – Sjálfstæðisflokkurinn toppar á vitlausum tíma og nú liggur leiðin niður
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Bandaríska hernum bannað að standa fyrir æfingum sem kallaðar hafa verið dýraníð

Bandaríska hernum bannað að standa fyrir æfingum sem kallaðar hafa verið dýraníð
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Kalla til hermenn vegna óhugnanlegs hvarfs stúlku

Kalla til hermenn vegna óhugnanlegs hvarfs stúlku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta á eftir þýsku ungstirni en fær samkeppni frá stórliði

Arteta á eftir þýsku ungstirni en fær samkeppni frá stórliði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússar beittu óhugnanlegu vopni í nótt

Rússar beittu óhugnanlegu vopni í nótt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.