fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

Sparnaðarráð Anítu: „Þá ertu bæði að hugsa um budduna og umhverfið“

Mæður.com
Sunnudaginn 29. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Eir er á fullu í peningasparnaði þessa dagana til að eiga fyrir íbúðarkaupum, sem hún vonar að rætist úr fyrr en síðar. Hún gerir sér grein fyrir sumum erfiðleikum sparnaðar og gefur ýmis ráð í tengslum við eigin aðferð – í aðeins fjórum skrefum. Aníta er bloggari á Mæður.com sem er í samstarfi við Bleikt.
Við gefum henni orðið:

Að spara er alls ekki auðvelt og oft virðast peningarnir bara gufa upp og maður veit ekkert hvað gerðist… en ekki örvænta! Ég er með nokkur sparnaðarráð sem flestir ættu að geta nýtt sér og sparað sér að minnsta kosti nokkra þúsundkalla á mánuði.

Skref 1: Eigðu afganginn

Þegar ég borga með pening þá nenni ég sjaldnast að pæla í klinkinu og það endar vanalega bara í krukku inní skáp í lengri tíma. Þessi peningur getur safnast upp í dágóða summu með tímanum og nýst manni vel einhvern daginn.

Ég borga sjálf nánast alltaf með debitkortinu mínu og þess vegna finnst mér snilld að geta notað þessa sömu aðferð og maður gerir með klinkinu þegar ég nota kortið! Í mínum banka heitir þetta eigðu afganginn en margir bankar eru með svipað kerfi sem hægt er að skrá sig í. Þetta virkar þannig að þú ferð kannski í bónus og kaupir fyrir 5.830kr, þá er námundað upp og 6.000kr teknar af kortinu en afgangurinn, 170kr, leggjast inn á sparnaðarreikninginn þinn.

Mér finnst þetta mjög þægilegt þegar það koma mánuðir þar sem ég get ekki lagt mikið til hliðar, þá veit ég allavega að það safnast smá auka yfir mánuðinn.

 

Skref 2: Sparnaðarreikningar

Ég veit þetta hljómar kannski furðulega en ég er með fjóra bankareikninga sem allir gegna mjög mikilvægum hlutverkum. Debetkortareikningurinn: útskýrir sig svoldið sjálfur, hérna er það sem er inná kortinu mínu hverju sinni.

Launareikningurinn: Hingað inn fara allar tekjur og héðan borga ég líka föstu reikningana, tryggingar, leigu o.s.fr. Héðan skammta ég líka restina inná kortareikningin, ákveðna upphæð á viku (útskýri betur neðar).

Aukasjóðurinn: Hingað fer eigðu afganginn peningurinn sem ég talaði um fyrir ofan. Hérna fer líka allt sem ég næ að leggja fyrir yfir mánuðinn og ef svo ólíklega vill til að það verði afgangur eftir mánuðinn. Þessi reikningur er til þess að safna en líka ef eitthvað skildi koma uppá, sjúkrahúsferð, bílaviðgerðir, eitthvað svona vesen þá get ég notað þennan pening. Hér inná má bara vera max 200.000kr, um leið og hann nær þeirri tölu fer 100.000kr inná lokaða sparnaðarreikninginn. Þetta er upphæðin sem hefur hentað mér, sumir vilja örugglega hafa aðeins meira, aðalmálið er bara að það sé ekki of mikið heldur bara rétt nóg fyrir neyðartilfellum.
Sparnaðarreikningurinn: Þennan reikning má bara horfa á en ekki snerta! (Þangað til markmiðinu er náð;)

 

Skref 3: Skammta eyðslupening

Mér finnst gott að vera með fyrirfram ákveðna upphæð sem ég má eyða á viku, hjá mér er það 10.000 kr eins og er. Af því launin mín eru ekki inná kortinu þá legg ég inn þessa upphæð inn á kortið viku í senn og passa að eyða ekki meira en það.

 

Skref 4: Leggja fyrir eins mikið og þú kemst þægilega upp með

Þó maður sé að spara á fullu þá má ekki gleyma að lifa líka, maður verður að hafa svigrúm til þess að gera eitthvað skemmtilegt af og til annars verður þetta bara kvöð og pína.

Það eru fullt af veitingastöðum, íbúðum, bíóum og fleira sem bjóða uppá afslætti af og til og það er gott að nýta sér það þegar maður getur. Einnig gott að versla notuð föt og húsgögn þar sem það er hægt að finna hluti sem eru mun ódýrari en einnig vel farnir log þá ertu bæði að hugsa um budduna og umhverfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.