fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

Svarar nettröllum fullum hálsi – „Oj, fitubolla – farðu í föt“: „Ég er með geðhvarfasýki, ég hef gert mistök“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 14. september 2019 19:40

Kerry Katona lætur ekki vaða yfir sig. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og raunveruleikastjarnan Kerry Katona hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu tvo áratugi, eða allt síðan hún gekk til liðs við stúlknasveitina Atomica Kitten árið 1998. Hún yfirgaf sveitina árið 2001, gekk til liðs við hana aftur árið 2012 en sagði endanlegt bless árið 2017. Auk þess hefur hún verið dugleg að taka þátt í alls kyns raunveruleikaþáttum.

Kerry hefur oft fengið að heyra gagnrýni á útlit sitt, bæði frá aðdáendum og ensku slúðurpressunni. Hún virðist hins vegar hafa fengið nóg eftir að nettröll hökkuðu hana í sig eftir að myndir náðust af henni á sundfötunum ásamt kærasta sínum Ryan Mahoney á Taílandi.

Hræðileg skilaboð

„Það er ekki stærðin sem er málið heldur er það andlitið og allar lýtaaðgerðirnar sem hún hefur farið í og því er líkaminn skringilega rifflaður. Þetta er það sem gerist þegar þú ert löt og svindlar,“ skrifar einn til Kerry, en hún birtir nokkrar af ógeðfelldustu orðsendingunum á Instagram-síðu sinni.

„Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Fyrst eru það gervilegu kviðvöðvarnir, síðan varirnar, hárið og listinn heldur áfram. Ég held að hún hafi verið að reyna vera stelpa að sýna sundföt – það misheppnaðist skelfilega,“ skrifar annað nettröll.

View this post on Instagram

Just want to share and show the world how horrendous hurtful people can be in the world with their words! I have bipolar, I have made mistakes, I am a human being, I have feelings, I’ve had heartache, I am a mother, and I am a woman, i do my very best to stay on track! I really hope people will learn after watching Jess last night just how hurt people can be!!! We’re not all perfect but who is!!! #bekindtooneanother ❤️😘🙏 xxxxxx being in the public eye doesn’t make us in human we don’t have super powers to turn the hurt off! I just really wanted you all to know what a cruel world w live in!! Luckily I’m strong person I’ve been in this Industry for 20 years so I’ve learnt to deal with it!! It’s taken me a very very long time to realise “other people’s opinions of me do not define me as a person”!! My body tells a story… a story of love, hurt, wrongs, rights, babies I love my tiger stripes 😘❤️🙏 and then people wonder why so many of us go under the knife!!!!

A post shared by Kerry Katona (@kerrykatona7) on

„Sem betur fer er ég sterk“

Kerry birtir netnöfn tröllanna á Instagram og svarar rækilega fyrir mig.

„Mig langaði bara að deila hve hræðilega illkvittið fólk getur verið með orðin að vopni,“ skrifar Kerry og heldur áfram. „Ég er með geðhvarfasýki, ég hef gert mistök, ég er manneskja, ég er með tilfinningar, ég hef lent í ástarsorg, ég er móðir og ég er kona. Ég geri mitt besta.“

Hún segir að skemmtanabransinn taki vissulega sinn toll.

Kerry á sviði með Atomic Kitten árið 2013. Mynd: Getty Images

„Við verðum ekki ómennsk með að vera í sviðsljósinu og við höfum ekki ofurkrafta þar sem við getum hætt að taka hluti persónulega. Mig langar að þið vitið hve grimmur heimurinn er sem við lifum í. Sem betur fer er ég sterk manneskja. Ég hef verið í bransanum í tuttugu ár og hef lært að takast á við þetta,“ skrifar hún. „Það hefur tekið mig mjög langan tíma í að fatta að álit annarra á mér skilgreina mig ekki sem manneskju. Líkami minn segir sögu; sögu ástar, særinda, mistaka, barna. Ég er elska tígrarendurnar mínar (slit – innsk. blaðamanns) og síðan veltir fólk því fyrir sér af hveru við leggjumst undir hnífinn!!!!“

Kerry veltir einnig fyrir sér hvort fólk myndi þora að segja allt þetta við hana úti á götu.

„Ef þér líkar ekki eitthvað sem þú sérð, af hverju hundsarðu það ekki í staðinn fyrir að spúa út nafnlausu hatri um fólk sem þú þekkir ekki?! Orðin geta verið kröftugri fyrir fólk með geðsjúkdóma en líkamlegt ofbeldi.“

Síðustu vikur hafa verið erfiðar hjá Kerry þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, George Kay, lést í síðasta mánuði vegna ofneyslu.

Kerry og George Kay á góðri stundu. Mynd: Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 6 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur

Vekur dóttur sína á hverjum degi með því að sleikja hana eins og hvolpur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.