fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Lesið í tarot Helga Seljan: Landar vinnu á virtum, erlendum miðli

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 1. desember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan kom sem stormsveipur inn í blaðamennskuna eftir stutta fjarveru og setti þjóðfélagið á annan endann með uppljóstrunum Kveiks í Samherjamálinu. En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Helga? DV ákvað að leggja fyrir hann tarot en lesendur eru minntir á að þeir geta sjálfir dregið sér tarotspil á vef DV.

Einstaklega vel gefinn

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Helga er Sverðkonungur. Það táknar persónuleika Helga, sem hefur marga fjöruna sopið. Hann er einstaklega vel gefinn og vel upp alinn, þótt hann hafi, eins og flestir,  misstigið sig í gegnum tíðina. Helgi er mjög uppfinningasamur og nýjungagjarn. Hann er sjálfstæður en þolir illa gagnrýni – hún sest á sálina. En vegna afburðagáfna og sköpunargáfu er Helgi mjög valdamikill maður og það skal aldrei vanmeta. Hann er metnaðargjarn og lætur ekki kaupa sig hingað eða þangað. Þetta eru miklir umbrotatímar hjá fjölmiðlamanninum því þótt hann sé hreykinn af því verki sem hefur verið unnið hjá RÚV þá þreytist sálin við mótlætið frá áhrifamönnum í samfélaginu.

Tilfinningaleg ringulreið

Næst er það Tunglið. Í raun hefur Helgi það á tilfinningunni að hann ráði ekki við eftirköst Samherjamálsins. Það er fjarri sanni. Hann má ekki detta ofan í vonleysi heldur verður að standa í lappirnar. Tilfinningar hans eru í einni ringulreið og hann gæti fundið fyrir einmanaleika í kjölfar þessarar miklu vinnu. Einkalífið hefur setið á hakanum og hann þarf að opna hjarta sitt á ný fyrir ást og hamingju, þótt vinnan einkennist af dimmu og drunga. Helgi verður að varast að láta innra ójafnvægi og svartsýni villa honum sýn, bæði í leik og starfi. Hann þarf að opna augun, horfa í kringum sig og sjá fegurðina í litlu hlutunum því framtíðin er björt.

Ný vinna

Loks er það spilið Breytingar. Samherjakaflinn er brátt á enda og nýr kafli við að hefjast. Umtalsverðar breytingar verða á högum Helga fyrr en síðar og eru þetta breytingar til batnaðar. Blaðamennskan togar í hann þótt hann vilji stundum henda henni út um gluggann. Hann fær nýtt og spennandi tækifæri í þessum bransa vegna uppljóstrana um Samherja. Við vinnslu þess máls hefur hann vakið heimsathygli og komið upp góðum samböndum og því verður þessi nýja vinna sem honum býðst erlendis. Um er að ræða stóran og virtan miðil sem þekktur er úti um heim allan. Hann hoppar á tækifærið eftir ígrunduð samtöl við fjölskylduna. Nú verður ekki aftur snúið. Helgi gefur fortíðina upp á bátinn og tekur framtíðinni opnum örmum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun

Logi Tómasson mætir á Laugardalsvöll á morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.