fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Rappari fer með dóttur sína til læknis til að athuga hvort hún sé hrein mey

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 14:00

Rapparinn T.I.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

T.I. er bandarískur rappari og er búinn að gera allt brjálað eftir að hann viðurkenndi að hann fer með 18 ára dóttur sína árlega til kvensjúkdómalæknis til að athuga hvort meyjarhaftið sé enn til staðar.

Á Vísindavefnum stendur eftirfarandi um meyjarhaft:

„Masters, John­son og Kolodny (1982) halda því fram að meyj­ar­haftið (hy­men) gegni engu sér­stöku hlut­verki. Hins veg­ar hafi það í tím­ans rás verið kon­um mik­il­vægt að geta fært sönn­ur á mey­dóm sinn með óspjölluðu meyj­ar­hafti. Segja má að hlut­verk meyj­ar­hafts­ins í því sam­hengi sé að veita fyr­ir­stöðu við fyrstu sam­far­ir.“

Rapparinn sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Ladies Like Us sem kom út á þriðjudaginn síðastliðinn.

T.I., sem heitir Clifford Harris Jr., sagði frá því hvernig hann tekur 18 ára dóttur sína Deyjah Harris árlega til kvensjúkdómalæknis til að „skoða meyjarhaftið“ og athuga hvort „það sé enn heilt.“

Hann sagði að læknirinn hafi sagt honum að meyjarhaftið getur rifnað við alls konar aðstæður, ekki aðeins kynlíf.

„En ég segi: Hey læknir, hún fer ekki á hestbak, hún hjólar ekki, hún spilar ekki íþróttir. Gaur, bara tékkaðu á meyjarhaftinu og komdu til baka með niðurstöðurnar,“ sagði rapparinn.

NBC News greinir frá því að rapparinn hafi gefið í skyn að dóttir hans hafi leyft lækninum að deila upplýsingunum með honum. En hlustendur þáttarins voru allt annað en sáttir og vakti þátturinn hörð viðbrögð.

Sumir einblíndu á orðaval T.I. og hvernig hann hljómaði eins og dóttir hans væri eign hans. Hegðun hans hefur verið lýst sem „ógeðslegri, stjórnsamlegri og óhugnanlegri.“

Hvað segja lesendur, er þetta of langt gengið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.