fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Myndin sem nístir í hjartastað – Svona lítur hún út í dag

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 29. nóvember 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sophia Soto var aðeins 14 mánaða gömul þegar hún greindist með krabbamein. Í dag er hún sex ára og hamingjusöm, hraust stúlka.

Móðir hennar ákvað að deila mynd af henni þegar hún var í krabbameinsmeðferð til að vekja athygli á krabbameini í börnum.

Myndin alveg nístir í hjartastað og er sársaukinn í augum Sophiu bersýnilegur. En sem betur fer hefur sjúkdómurinn verið í rénun (e. remission) undanfarin fimm ár og Sophia verið lyfjalaus síðustu tvö ár.

Myndin af Sophiu.

„Myndin af Sophiu í uppnámi lýsir því mjög vel hvernig það er að vera barn með krabbamein,“ segir móðir hennar, Rosie Soto við News.au.

„Það var verið að setja leiðslu í bringuna hennar fyrir meðferð, sem hún vildi ekki og þess vegna var hún í svona miklu uppnámi,“ segir hún.

„Ég horfi á þessa mynd og velti því fyrir mér hvernig ég fór að þessu, það var svo erfitt að sjá litla barnið mitt svona veikt.“

Marblettir í augum

Rosie byrjaði að hafa áhyggjur af heilsu Sophiu þegar hún var sífellt að fá marbletti í kringum augun, en móðir hennar mundi ekki eftir því að hún hafði dottið.

„Ég skildi ekki hvaðan marblettirnir komu. Ég fór með hana til læknis því marið fór ekki en læknarnir sögðu að hún hlyti að hafa dottið. Sophia var ekki sett í skanna né tekið sýni úr henni fyrr en við fórum til augnlæknis sem sá það strax að þetta væri vegna æxlis,“ segir Rosie.

Það kom í ljós að Sophia var með æxli á bakvið augun og einnig á öðru nýranu.

Eftir að hafa verið greind í mars 2014 fór Sophia, þá 14 mánaða, í gegnum strangt sex mánaða ferli af lyfja- og geislameðferð. Hún er ekki skilgreind sem „krabbameinslaus“ en hefur verið án lyfja síðustu tvö árin.

„Enginn, sem sér hana núna, gæti ímyndað sér hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum. Hún lítur bara út eins og venjulegt barn,“ segir Rosie.

„Stundum spyr Sophia út í tímann sem hún var veik og um örin sín. En annars er hún mjög hamingjusamt barn. Ef ég ætti að segja eitthvað við foreldra krabbameinssjúkra barna, þá er það að gefast ekki upp, vera jákvæður og halda í trúna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?