fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Bleikt

39 ára aldursmunur og brúðkaup í vændum: „Ég fór ekki út og leitaði uppi yngri konu“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 25. nóvember 2019 20:30

Dennis og Laura sæl með hvort annað. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Dennis Quaid opinberaði það í síðasta mánuði að hann og Laura Savoie væru trúlofuð, aðeins fimm mánuðum eftir að þau sögðu frá sambandi sínu. 39 ára aldursmunur er á parinu – Dennis er 65 ára og Laura er 26 ára. Í viðtali við The Guardian segir leikarinn aldurinn engu máli skipta.

„Ég fór ekki út og leitaði uppi yngri konu. Maður ræður því ekki hverjum maður verður ástfanginn af. Ég verð ekki auðveldlega ástfanginn,“ segir leikarinn og bætir við að hann láti neikvæðar athugasemdir um ráðahaginn sem vind um eyru þjóta.

„Ég get ekki látið skoðanir nokkurra manneskja stjórna þessu. Ég hef verið kvæntur þrisvar sinnum og þetta er í síðasta sinn, ég veit það. Mér finnst eins og ég eigi raunverulegan maka í lífinu.“

Ástin spyr ekki um aldur. Mynd: Getty Images

Leikarinn segir að þau Laura muni ganga í það heilaga einhvern tímann á næstu ellefu mánuðum.

Dennis gekk fyrst í það heilaga árið 1978. Þ‘a kvæntist hann leikkonunni PJ Soles en þau skildu árið 1983. Árið 1991 gekk hann að eiga leikkonuna Meg Ryan og skildu þau áratug síðar. Svo kynntist Dennis þriðju eiginkonu sinni, Kimberly Buffington. Þau giftu sig árið 2004, skildu að borði og sæng árið 2016 og í ágúst í fyrra gekk skilnaðurinn endanlega í gegn.

Laura er í doktorsnámi við háskólann í Texas og útskrifast árið 2021. Hún útskrifaðist frá Pepperdine-háskólanum árið 2014 með hæðstu einkunn. Þegar hún sótti Pepperdine var hún í sambandi með leikaranum og Entourage-stjörnunni Jeremy Piven. Hún hefur ekki verið gift áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið

Kim Kardashian rýfur þögnina um slagsmálin – Móðir þeirra fór að gráta þegar hún sá myndbandið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“

Otrar og órangútanar: „Elska að leika við þessa stóru loðnu vini sína“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“

Læknir með ógnvænleg skilaboð til barna sinna – „Mamma reyndi sitt besta“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Kristín segir gott að skoða kynlífið í sóttkví – „Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi

Meghan Markle fékk reglulega kvíðaköst í Bretlandi – Þorði ekki út úr húsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Elsta systkinið gáfaðast – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.