fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Halla fæddi andvana barn: „Við eigum ekki að þurfa jarða börnin okkar“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 23. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Árdísardóttur gekk í gegnum þá erfiðu reynslu að fæða andvana barn og segir útilokað að hægt sé að yfirstíga sársaukann sem fylgir því að sjá barnið sitt dáið. Hún segir samfélagið staðnað hvað viðhorf gagnvart þessu málefni varðar enda fái hún þá spurningu furðulega oft hvort hún sé ekki búin að jafna sig.

„Eitt af því leiðinlegasta sem ég heyri er spurningin hvort ég sé ekki komin yfir þetta. Svarið mitt er alltaf það sama og mun aldrei breytast. Nei, því það að hafa þurft að horfa á litla kistu með barninu mínu fara ofan í jörðina er eitthvað sem ég mun aldrei komast yfir. Það er eitthvað sem á ekki að gerast, við eigum ekki að þurfa að jarða börnin okkar, heldur eiga þau að lifa lengur en við.“

Halla, sem er tuttugu og tveggja ára, er í sambandi með Alla Unnarssyni og var litla stúlkan þeirra fyrsta barn. „Í dag eru liðin fimm ár síðan mér var sagt að dóttir mín gæti ekki lifað nema í stuttan tíma utan móðurkviðar og að sá stutti tími yrði afskaplega sársaukafullur fyrir svona lítinn líkama.“

Hún ítrekar að það sé ekkert í heiminum verra en að missa barn og aldrei neitt eðlilegt við það.

„Það er ekkert sem maður kemst yfir heldur lærir maður bara að lifa með þessu,“ segir Halla alvarleg og heldur áfram. „Ég hef ekki lært það sjálf, en ég skil satt best að segja ekki þegar fólk þykist tengja við þessa reynslu án þess að hafa gengið í gegnum það sjálft. Auðvitað óska ég þess innilega að enginn þurfi að ganga í gegnum neitt þessu líkt, ekki einu sinni mínum versta óvini. Hvort sem barnið er enn í móðurkviði, deyr í fæðingu eða tuttugu árum síðar er það alltaf jafn sárt.“

Mæður sem missa börnin sín líklegri til að deyja fyrir fimmtugt

Rannsókn var birt í nýjasta hefti vísindatímaritsins eLife sem byggir á samanburði á dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misst höfðu barn. Niðurstöðurnar sýndu að þær mæður sem ganga í gegnum þann harmleik að missa barn eru í aukinni hættu á að verða fyrir ótímabæru andláti. Rannsóknin spannaði tveggja alda tímabil en þar mátti sjá nokkrar breytingar eftir þeim tíma er um ræddi. Ótímabær andlát mæðra sem fæddar voru á bilinu 1800–1930 voru um 35% eftir barnsmissi en 64% meðal þeirra mæðra sem fæddar voru eftir 1930.

Í Morgunútvarpi rásar tvö ræddu þau Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, niðurstöður rannsóknarinnar. Þar staðfestir Kári að harmur kvenna hafi töluverð áhrif á lífslengd þeirra.

„Ef við skoðum ástandið í íslensku samfélagi upp úr miðri síðustu öld þá er ungbarnadauði hér algengari en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Það er mesti ungbarnadauði sem skráður hefur verið.“

Félagsfræðingar hafi sett fram þá kenningu að konur hafi brugðist við ungbarnadauðanum með því að brynja sig, með því að minnka tilfinningaleg tengsl við börnin sín.

„En staðreyndin er sú að það er bara vitleysa. Konur á þessum tíma urðu fyrir jafn miklum áföllum þegar börnin þeirra dóu, það hafði jafn mikil áhrif á lífslengd þeirra, eins og það hefur í dag, sem bendir til þess að þessi sterku tilfinningatengsl mæðra við börnin sín séu meðfædd,“ segir Kári.

Konan geti ekki komið í veg fyrir áhrifin með að brynja sig, líkt og haldið hafi verið fram. Unnur segir að lýsingar á dauðsföllum innan fjölskyldna úr dagbókarfærslum á 19. öld séu oft frekar hversdagslegar. Þá hafi jafnframt ríflega helmingur foreldra upplifað það að missa barn sitt.

„Það hefur skapað deilur á milli ólíkra sagnfræðinga sem rýna í þessar færslur og sumir telja að það sé merki um það að fólk hafi ekki þjáðst – en þessar niðurstöður benda til þess að það hafi verið þjáning á þessum tíma.“

Mikilvæg umræða Barnsmissir er eitthvað sem margir ganga í gegnum en minna er talað um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu