fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

Hún missti 100 kíló á 17 mánuðum: „Ég vildi lifa í stað þess að vera bara til“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 25. október 2019 20:30

Stacy hefur misst 100 kg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stacy Blair er 30 ára og hefur misst 100 kíló og halda þeim í burtu. Hún segir Women‘s Health Magazine hvernig hún fór að því.

„Mér fannst ég vera föst í endalausum hring af átröskun. Ég fór á milli ofáts og að neita mér um mat. Og út af þessu þá sveiflaðist þyngdin mín verulega upp og niður. Ef ég reyndi að grenna mig þá var það aldrei gert á heilbrigðan máta. Og mér tókst aldrei að viðhalda þyngdartapinu. Ég þyngdist alltaf aftur og bætti meira á mig,“ segir Stacy.

https://www.instagram.com/p/B3pdAyjgdIL/

„Þann 14. september 2017 fékk ég mitt „aha“ augnablik. Heilsan mín fór versnandi. Ég var 28 ára og tók blóðþrýstinglyf og var með versnandi astma. Það var vont að ganga eða standa lengur en í fimm mínútur. Þennan dag steig ég á vigtina, þyngri en ég hafði nokkurn tíma verið áður, 159,8 kíló, aðeins 155 cm. Ég horfði í spegillinn og fór að gráta.“

Stacy ákvað að nú væri nóg komið og hún ætlaði að fá heilsuna sína til baka.

„Í fyrsta skipti breyttist ástæðan fyrir því að ég væri í átaki. Ég var ekki að reyna að léttast til að líta betur út eða vera grönn, heldur var ég að einblína á að, já, deyja ekki ung. Ég vildi geta spilað almennilegt hlutverk í lífi litla bróður míns frekar en að horfa á úr fjarska í sófanum. Ég vildi geta átt þann möguleika að vera móðir einn daginn. Ég vildi lifa í stað þess að vera bara til.“

https://www.instagram.com/p/B3X76lIAw2o/

Ekkert plan í byrjun

Til að byrja með skrásetti Stacy allan matinn sem hún borðaði og taldi kaloríur. „Þetta var mjög mikilvægt þar sem þetta hjálpaði mér að skilja betur næringargildi matvæla og skammtastærðir,“ segir hún.

Hún fikraði sig síðan áfram í ketó.

„Þetta er fyrsta matræðið sem hefur virkilega virkað fyrir mig. Ég var ekki alltaf svöng sem gerði það mun auðveldra fyrir mig að gera að langtíma lífsstíl,“ segir Stacy.

„Ég setti allt sem ég borðaði inn í MyFitnessPal. Ég fylgdist með kaloríufjöldanum sem ég innbyrti og einnig orkuhlutföllunum (prótein, fita og kolvetni). Ég notaði ókeypis ketó macro reiknivél á netinu.“

Hún segir að það hafi líka verið mjög mikilvægt skref fyrir hana að byrja undirbúa alla hádegis- og kvöldverði.

„Ein af afsökunum mínum var: Það er ekki til neitt að borða heima og ég er of þreytt til að elda eitthvað eftir vinnu. Að undirbúa matinn hefur gjörsamlega breytt öllu. Nú er ég alltaf með tilbúinn hollan mat til að grípa í, sama hversu þreytt ég er. Ég nota mikið Google og Pinterest til að finna gómsætar ketó uppskriftir.“

https://www.instagram.com/p/B2zcqADgASw/

Meiðsli

Stacy meiddi sig í hnénu í janúar 2018 sem gerði það að verkum að hún gat lítið stundað líkamsrækt. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að skafa af sér aukakílóin.

Hún reynir núna að hreyfa sig allavega 30 mínútur á dag, eins og að fara í langa göngutúra.

Stacy segir að lykillinn að þessu öllu saman var að finna sína „ástæðu.“

„Það gaf mér drifkraft. Það var nógu mikilvægt fyrir mig til að segja skilið við allar afsakanirnar sem ég var vön að nota,“ segir hún.

„Ég missti 100 kíló á 17 mánuðum og hef viðhaldið því í sex mánuði. Ég vil að aðrar konur viti að það er ekkert til sem heitir að vera of langt komin, of stór eða of gömul þegar kemur að þyngdartapi. Það er aldrei of seint að fá heilsuna aftur. Vertu þolinmóð. Þetta tekur tíma.“

https://www.instagram.com/p/Byksd7DATyw/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.