fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Ásdís komin með nóg af smánun áhrifavalda: „Reyna að selja eigin vörur með því að troða samviskubiti á íslenskar mæður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2019 14:47

Ásdís Rósa Hafliðadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð svo reið og pirruð að sjá áhrifavalda vera að reyna að selja eigin vörur með því að troða samviskubiti á íslenskar mæður,“ segir Ásdís Rósa Hafliðadóttir, lögfræðingur, flugfreyja og tveggja barna móðir. Hún er komin með nóg af því að áhrifavaldar, sérstaklega einn áhrifavaldur, noti „mömmu-smánun“ (e. mom-shaming) til að selja vörur og græða.

Hún tjáði sig um málið á Instagram og leyndu viðbrögðin sér ekki. „Miðað við undirtektirnar sem ég er búin að fá þá virðast mjög margir vera á sömu skoðun og ég,“ segir hún í samtali við DV.

„Án þess að ég vilji tala illa um eða koma slæmu orði á áhrifavaldinn, hún er að gera frábæra hluti, en það verður hins vegar að passa sig að vera ekki hrokafull og tala niður til íslenskra mæðra sem eru að gera sitt besta,“ segir hún. „Það eru læknar sem hafa gert athugasemdir við þessar færslur hennar og vilja vita hvaðan þetta kemur.“

Ásdís Rósa útskýrir það sem hún á við. „Meðal þess sem hún heldur fram er að með því að borða hreinan mat og með hennar olíum að þá sé hægt að komast hjá veikindum, og að börnin hennar hafi ekki orðið veik í fjölda ára og það sé einungis vegna þessa mataræðis. Að það sé hægt að koma í veg fyrir magakveisur hjá ungbörnum með hreinu mataræði. Svo beint í næstu mynd segir hún hvar sé hægt að panta vörurnar,“ segir Ásdís Rósa.

„Strákarnir mínir eru búnir að vera veikir og mér finnst svo mikill hroki að láta eins og ég hefði getað komið í veg fyrir það með betra mataræði.“

Meiri kröfur nú en fyrir fjórum árum

„Núna er ég búin að vera mamma í rúmlega fjögur ár og það er yndislegt, gefandi og 100 prósent mesta gæfa mín í lífinu. Það er líka erfitt. Það eru allir með skoðun. Það dæma allir (ég hef líka gerst sek um að dæma aðrar mömmur og foreldra) og það eru bilaðslega miklar kröfur.

Ég finn rosalega mikinn mun á kröfum sem gerðar eru til nýbakaðra mæðra núna og fyrir aðeins fjórum árum síðan og ég held að það megi rekja að nánast öllu leyti til samfélagsmiðla og sölumennsku sem þar fer fram. Þá er ég ekki bara að tala um að eiga það flottasta og nýjasta (og dýrasta) fyrir barnið, heldur einnig kröfur varðandi næringu barnsins. Jú það hefur alltaf verið pressa tengd brjóstagjöf en það er ekki bara það,“ segir hún og heldur áfram.

„Nýleg umræða gagnvart skvísum er eitt. Þó svo að deila megi um næringargildi í skvísum þá er ekki hættulegt að gefa barninu sínu skvísur og þær hafa einfaldað líf mitt svo mikið í gegnum árin að ég kaupi þær og gef strákunum mínum með bros á vör. Ég gef þeim að sjálfsögðu líka annan mat, eins og ég veit að allir foreldrar gera. Ég neita að trúa því að eitthvert foreldri gefi börnunum sínum einungis skvísur. Við erum öll fullorðið fólk. Ég verð svo reið og pirruð að sjá áhrifavalda vera að reyna að selja eigin vörur með því að troða samviskubiti á íslenskar mæður.

Eldri strákurinn minn borðar lítið af grænmeti. Ég matreiði það fyrir hann á ýmsan máta og það gengur misvel. Ég hef notað ólífuolíu og ekki og það breytir engu í okkar tilviki. Frábært ef það gerir það hjá öðrum en að halda því fram að barnið mitt verði síður veikt ef það neytir grænmetis með olíu er einfaldlega einfeldni og rangt. Það að staðhæfa og halda fram að ef þú kaupir XX vöru hjá mér þá mun barnið þitt ekki veikjast er ekkert annað en sölumennska og einfeldni,“ segir Ásdís Rósa.

„Samfélagsmiðlar búa til pressu sem við foreldrar setjum á okkur sjálf. Við viljum börnunum okkar ekkert nema það besta og það eru allir að gera sitt besta. Við dæmum okkur nógu mikið sjálf og það er ekki á það bætandi ef áhrifavaldar eru farnir að gera það líka, til þess að koma vörunni sinni í sölu. Það má ekki gleyma því að þetta er ekki umhyggja gagnvart barninu þínu. Þetta er sölumennska og ímyndaður heimur sem gerir ekkert nema að láta okkur líða illa. Skvísur eru ekki það versta í heimi. Mjólkurvörur eru það ekki heldur. Við erum öll að gera okkar besta. Ekki láta glepjast af sölumennsku af verstu gerð,“ segir Ásdís Rósa.

Þú getur fylgst með Ásdísi Rósu á Instagram hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum