fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026

Áhugaverðar niðurstöður typpakönnunar Siggu Daggar: 90 prósent karla hafa mælt lengdina á typpinu sínu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur hefur birt fyrstu niðurstöður úr nýlegri könnun sem hún gerði á dögunum um typpi. Sigga Dögg fékk karlkyns þátttakendur til að svara hinum ýmsu spurningum um typpi, eins og hvað þeim þætti um stærðina á eigin typpi. Þáttakendur eru 624 talsins.

„Ég lofa að ég er ekki að gera grín að (lítið úr) niðurstöðunum heldur langar mig að reyna skilja þær og finna leið til að okkur líði öllum aðeins betur í okkar kroppi, sama hvernig hann kann að líta út. Þó nokkrir hafa haft samband við mig og óttast að nú eigi enn og aftur að fara tala niður til karlmanna en það er alls ekki mitt markmið og ég vona að minn faglegi stans gefi mér og málefninu trúverðugleika og vigt,“ skrifar Sigga Dögg með færslunni.

„Þá er það ekki svo að þó það sé hlátur í loftinu að verið sé að gera grín að einhverjum. Við getum hlegið saman án þess að það þurfi að meiða einstaklinginn. Svo þú mátt alveg hlæja ef þér finnst þetta fyndið. Þú mátt líka alveg sleppa því ef þér er alls ekki hlátur í huga. Bæði má.“

Þann 14. nóvember næstkomandi mun Sigga Dögg halda svokallað TyppaTal þar sem hún ætlar að kveða niður mýturnar og opna umræðuna með því að fræða og fagna limnum á hreinskilin og einlægan hátt.

„Ég hlakka til að rýna betur í niðurstöðurnar og greina frá þeim TyppaTal með Siggu Dögg 14.nóv næstkomandi!“

Hér að neðan má sjá helstu niðurstöður könnunarinnar

Um 25 prósent karlmanna finnst typpið sitt of lítið. 71,8 prósent finnst það passlegt.

Um 89 prósent karlmanna viðurkenna að hafa mælt lengdina á typpinu sínu meðan 11 prósent neita fyrir það.

56 prósent þátttakanda telja að typpastærð sé frekar mikilvæg fyrir gott kynlíf, 36,4 prósent telja hana alls ekki vera mikilvæga og 7,5 prósent mjög mikilvæga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Með hárbeitta greiningu á íslenskum stjórnmálum – „Er þetta ekki bara dæmigerð réttlæting á flokki sem þú studdir áður“

Með hárbeitta greiningu á íslenskum stjórnmálum – „Er þetta ekki bara dæmigerð réttlæting á flokki sem þú studdir áður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær

Sjáðu stórfurðulegt rautt spjald Grealish í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.