fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026

Fengu ekki að fara á skólaball því kjóllinn þeirra var of stuttur eða of þröngur

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. september 2019 11:16

Stelpurnar á leið á ballið. Mynd: Facebook/Carrie Vittitoe.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur af kvenkyns nemendum var bannaður aðgangur að skólaballi vegna klæðnaðar síns og foreldrar þeirra eru brjálaðir.

Carrie Vittitoe frá Lousiville, Kentucky í Bandaríkjunum, fékk símtal frá 15 ára dóttur sinni kvöldið sem hún átti að fara á skólaball. Hún sagði að kennarar væru að mæla lengd kjóla stúlknanna með mælistiku og henni hafi verið meinaður aðgangur því kjóll hennar var talinn of stuttur. News.com.au greinir frá.

Stúlkan er nemandi í Eastern High School í Kentucky og var ein af tíu stúlkum sem var meinaður aðgangur að skólaballinu vegna klæðnaðar. Þrátt fyrir að vera allar búnar að borga inn á ballið.

„Mörgum var sagt að þær fengu ekki að koma inn,“ skrifaði Carrie í bloggfærslu um atvikið.

„Margir nemendur voru að ganga um bílastæðið og að bíða eftir að foreldrar þeirra myndu sækja þá, og svo sagði lögreglan þeim að þeir þyrftu að fara.“

Carrie stóð með nemendunum á gangstéttinni og beið eftir að foreldrar þeirra myndu koma því „enginn starfsmaður skólans beið með krökkunum.“

Mynd: Facebook/Carrie Vittitoe

Klæðnaður þeirra var álitinn óviðeigandi því kjólarnir voru styttri en 5 cm fyrir ofan hnéð, of þröngir eða af öðrum ástæðum.

Carrie hvatti foreldra stúlknanna til að senda skólastjóranum formlegt bréf, og hún hvatti einnig foreldra strákanna sem mættu ekki á ballið því stefnumótið þeirra komst ekki.

Hún segir reglur um klæðnað sífellt vera að breytast og að ballið hafi verið „gjörsamlega misheppnað.“

Mynd: Facebook/Carrie Vittitoe

15 ára dóttir Carrie segir að það hafi verið mikil ringulreið þegar þeim var meinaður aðgangur og sagði að henni hafi liðið „hræðilega, vandræðalega og eins og það hafi verið brotið á mér.“

„Mér verður flökurt af öllu þessu ástandi og mér er enn þá flökurt mörgum klukkustundum seinna,“ skrifaði unglingsstúlkan í bréfi til skólans.

Aðrir foreldrar hafa einnig tjáð reiði sína á atvikinu.

„Dóttir mín fékk ekki að fara á ballið í gær því kjóllinn hennar var „of stuttur.“ GJÖRSAMLEGA FÁRÁNLEGT!!!“ Skrifaði eitt foreldri á Facebook með mynd af stúlkunni í kjólnum.

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fullkrug mættur til Ítalíu

Fullkrug mættur til Ítalíu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þremur erlendum þjófum vísað úr landi

Þremur erlendum þjófum vísað úr landi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neitaði ekki fyrir orðrómana

Neitaði ekki fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.