fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025

Elma Sól hefur misst 25 kíló – Segir lykilinn vera engar öfgar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. september 2019 21:00

Elma Sól Long hefur misst 25 kg án þess að fylgja öfgakenndu mataræði eða æfingaplani.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elma Sól Long er tveggja barna móðir og vinnur á hjúkrunarheimili. Hún býr með unnusta sínum og börnum í Sandgerði.

Í janúar á þessu ári hófst nýr kafli í lífi Elmu Sólar. Hún vildi geta leikið við börnin sín og liðið vel, bæði líkamlega og andlega. Hún hefur misst 25 kg síðan þá, en það mætti segja að „engir öfgar“ séu mottó Elmu Sólar. Hún einbeitir sér að því að borða hreina fæðu og hafa jafnvægi í mataræðinu. Hún fer stundum í göngutúra og í fjallgöngur.

Var þung í mörg ár

„Ég hafði verið frekar þung í mörg ár. Það má segja að sjálfsmatið hafi verið brotið í æsku og ég hafði alltaf litið lágt á sjálfa mig og borðað tilfinningar mínar,“ segir Elma Sól.

„Ég á tvö ung börn, sem eru 3 ára og að verða 5 ára.  Mér fannst ég ekki geta gert neitt með þeim og ég átti erfitt með að hlaupa á eftir þeim því ég var bara of þung.“

Hún segir að eftir áramótin 2018 hafi hún fundið fyrir þörf að breyta til og hugsa betur um sjálfa sig.

„Ég byrjaði fyrst á því að fara á sex vikna námskeið, sem kallast Þitt form, og byrjaði að borða hreinni fæðu samhliða því,“ segir Elma Sól.

https://www.instagram.com/p/B2OiJFyAIJJ/

Var nammifíkill

Eftir að námskeiðinu lauk hélt hún áfram að einbeita sér að mataræðinu en ákvað að setja líkamsrækt til hliðar.

„Ég hélt áfram að borða hreina fæðu og setja minna á diskinn. Ég byrjaði á því að taka út það sem hafði mest áhrif á mig, sem var sælgæti og brauð. Ég var hryllilegur nammifíkill. Ég borðaði allt að þrjá nammipoka á dag. Ég ákvað að taka það út og hafa engan ákveðinn „svindldag“, því það hefur ekki virkað fyrir mig öll hin árin sem ég reyndi að koma mér af stað. Ef ég leyfði mér einn svindldag þá hélt ég áfram næsta dag,“ segir Elma Sól.

„Þegar ég hætti að finna fyrir löngun í sælgæti og brauð byrjaði ég að bæta því aftur inn í mataræðið mitt. Á þriðjudögum borðum við fjölskyldan oft pítsu og ég fæ mér þá með þeim. Það hefur ekki haft áhrif á mig því ég hef sigrast á þessari matarfíkn,“ segir Elma Sól.

„Þegar ég fer í afmæli og veislur fæ ég mér alveg kökur og brauðrétti. Ég bara treð ekki ofan í mig þar til ég er pakksödd og líður illa. Með því að hafa tekið út þessa „óvini“ mína þá hef ég betri stjórn á þessu. Ég hef ekki viljað að fara út í búð að kaupa nammi. Ég hef enga löngun í það.“

Reyndi í mörg ár

Elma Sól segist hafa gert þó nokkrar tilraunir til þess að fylgja hollu líferni síðustu sjö árin, en henni mistókst í hvert skipti eftir að hafa farið í öfgar.

„Ég prófaði til dæmis að taka út öll kolvetni og ýmislegt annað. Ég bannaði mér of mikið og gafst þá upp í hvert skipti og þyngdist meira eftir hvert „átak“,“ segir Elma Sól.

„Þetta er svolítið þannig að þú þarft að finna hvað er að hafa mestu áhrifin á þig í mataræðinu og taka það út og sleppa í einhvern ákveðinn tíma og finna síðan jafnvægi.“

Ekki hrifin af ræktinni

Elma Sól sýnir að mæta í ræktina sé ekki nauðsynlegur hluti af ferlinu.

„Ég er ekkert rosalega mikið fyrir að fara í ræktina, mér finnst það ógeðslega leiðinlegt,“ segir Elma Sól og hlær.

„Það eru rosalega margir sem halda að maður þurfi að fara á æfingu 5-7 sinnum í viku en það er ekkert þannig. Minnsta hreyfing, eins og göngutúr, virkar fínt.“

Elma Sól segist finna mikinn mun á sér í dag. Áður fyrr átti hún erfitt með að leika við börnin sín en nú fer hún létt með það.

„Við reynum að gera eitthvað hverja helgi. Við förum stundum í Rush trampólíngarðinn, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.