fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Samfélagsmiðlastjarna sýnir raunveruleikann á bakvið myndir á Instagram

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram fyrirsætan Imre Cecen birtir mjög reglulega myndir af sér og oft er hún á sundfötum eða í líkamsræktarfötum. Aðdáendur hennar skrifa oft athugasemdir á við „GOALS“ (markmið) og því vildi Imre benda þeim á að það sem þú sérð á Instagram er ekki allur raunveruleikinn. Á Instagraminu hennar sést að reglulega birtir hún samanburðarmyndir sem áminningu um að stelpur eigi ekki að bera sig saman við það sem þær sjá á Instagram.

Það er gríðarlega algengt að sjá myndir af „pylsufótleggjum“ svokölluðum, þar sem stúlkur mynda fótleggi sína við sundlaug eða á ströndinni og fótleggirnir virðast langir og grannir eins og pylsur. Imre vildi benda á að þessar myndir eru teknar frá ákveðnu sjónarhorni í ákveðinni stellingu og að stúlkur sem sýna þessar myndir séu líka með læri sem fletjist út þegar þær sitja eða liggja á flötu undirlagi.

https://www.instagram.com/p/BU6SIr4gQ1P/

Stelpur eru duglegar að spyrja Imre hvernig hún nái maganum svona sléttum og losni við fellingar á maganum en eins og hún benti á eru flestir með fellingar á maganum þegar þeir sitja, en fæstir sýni þær myndir á Instagram. Þar séu myndirnar uppstilltar og úthugsaðar. Imre sagði stúlkum að ef að myndin af magavöðvunum hennar væri þeirra „markmið“ þá ætti hin að vera það líka.

https://www.instagram.com/p/BUENM_tgQsN/

Eins og Imre bendir á er lýsingin á Instagram myndum alltaf vandlega stillt og í þokkabót eru oft notaðir filterar og forrit til þess að breyta þeim fyrir birtingu. Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar með mjög stuttu millibili, það eina sem breytist er lýsingin.

https://www.instagram.com/p/BR0KIZEAD8d/

Það er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar maður rennir í gegnum Instagram myndir. Þær eru oft blekkjandi og langt frá því að sýna raunveruleikann. Það gerir engum gott að bera sig saman við aðra, sérstaklega á þetta við það sem þú sérð á Instagram.

https://www.instagram.com/p/BdPejlvBv-j/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“

Elton John orðinn blindur á öðru auga – „Þetta er búið að vera hræðilegt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum

Súlunesmálið dómtekið – Margrét sögð glíma við röskun sem olli því að foreldrar hennar tjáðu sig með bréfaskriftum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.