fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Móðir gagnrýnd fyrir að sturta ekki niður til að spara vatn

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpskonan Emma Keenan segir frá því hvernig hún hefur verið gagnrýnd fyrir að takmarka hversu oft fjölskylda hennar sturtar niður klósettinu.

Hún lætur eiginmann sinn og tvö börn þeirra fylgja möntrunni: „If it‘s yellow, let it mellow, if it‘s brown, flush it down.“

Sem í raun þýðir að sturta niður ef þetta er kúkur en ekki ef það er bara piss.

Emma og fjölskylda reyna að tileinka sér umhverfissaman lífsstíl, en Emma hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig fjölskyldan reynir að spara vatn.

Sumir segja að skilja úrgang eftir í klósetti án þess að sturta honum niður er óhreinlegt. En ekki voru allir á móti þessari hugmynd og sögðust sumir vilja tileinka sér þessa venju.

Emma segir frá þessu á Instagram-síðu sinni, @sustainabilitykeen:

„Ég veit, ég veit, hljómar frekar ógeðslega og ég veit að þetta er ekki fyrir alla. Þið þekkið frasann: „If it‘s yellow, let it mellow, if it‘s brown, flush it down.“ Við fylgjum þessu í okkar fjölskyldu, ekki í hvert einasta skipti og við vorum ekki með fjölskyldufund þar sem við ákváðum að sturta ekki niður ef þetta er bara númer eitt.“

Hún segir að stundum kemur fjölskyldan saman í kringum klósettið svo þau geta öll pissað og sturtað bara einu sinni niður.

Emma benti á að eldri klósett geta notað allt að 13 lítra af vatni til að sturta bara einu sinni niður, og fyrir eina manneskju er það allt að 70 lítrar á dag. Fyrir nýrri klósett eru það um 34 lítrar á dag fyrir eina manneskju, að meðaltali.

https://www.instagram.com/p/B027xuKHmsP/

Margir gagnrýndu Emmu og sögðu þetta vera ógeðslegt. En það voru ekki aðeins gagnrýnisraddir sem heyrðust, heldur sögðust margir styðja þessa hugmynd hennar.

„Ef nóg af fólki gerir nógu mikið af litlum, hversdagslegum hlutum, saman mun það skipta miklu máli,“ skrifar einn netverji á Twitter.

„Ég hef verið að gera þetta í mörg ár og þetta sparar mér helling,“ skrifar annar netverji.

Hvað segja lesendur? Á að sturta niður eftir hverja klósettferð eða reyna að spara vatnið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu