fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Sjö frábærar hugmyndir hvernig þú getur notað límrúllu á heimilinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eru með dýr á heimilinu þekkja það eflaust mætavel að þurfa að vera með límrúllu við höndina. Hún er hentug þegar fjarlægja þarf hár, kusk og óhreinindi af fötum – en hana má reyndar nota í ýmislegt annað á heimilinu. Hér eru nokkur frábær ráð sem tekin voru saman af Huffington Post.

Hreinsaðu upp glerbrot

Ef þú brýtur glas er til einfalt ráð við því að taka upp minnstu glerbrotin og glerflísarnar. Renndu yfir gólfið með límrúllu. Síðan flettir þú einfaldlega límfilmunni af og setur beint í ruslið.

Hreinsaðu innan úr handtöskunni

Töskur fyllast af kuski, hárum og mylsnu með tímanum. Fljótleg leið til að hreinsa innan úr henni er að tæma hana og strjúka innan úr henni með límrúllu.

Hreinsaðu mylsnu af eldhúsgólfinu

Það getur verið fyrirhöfn að sækja kúst og skóflu í hvert skipti sem þú sérð mylsnu á eldhúsgólfinu. Það er hins vegar leikur einn að hreinsa upp minniháttar mylsnu með því að strjúka yfir svæðið með límrúllu.

Fjarlægðu glimmer

Glimmer er algjör martröð þegar það fer út um allt. Einfaldasta leiðin til að ná því upp er að sjálfsögðu límrúllan góða.

Frískaðu upp á koddaverið

Ryk og hár getur loðað við koddaverið þó það sé ekki beinlínis orðið óhreint. Þá er ráð að grípa límrúlluna, renna yfir koddaverið og fríska upp á það.

Frískaðu upp á stofuna

Límrúlluna má nota til að fríska upp á allt frá sófum og púðum til gardína eða lampaskerma.

Hreinsaðu bílinn

Límrúllan unir sér vel í hanskahólfinu í bílnum. Þar getur þú gripið í hana til þess að strjúka yfir sætin, gólfið og fleira, ef ekki er um meiriháttar óhreinindi að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.