

Lífsstílsbloggarinn, viðskiptafræðingurinn og flugfreyjan Alexsandra Bernharð og kærasti hennar, Níels Adolf Svansson, hafa sett íbúð sína við Gunnarsbraut í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 66,6 fermetra í búð og er ásett verð 34,9 milljónir.

Íbúðin er búin tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi, en það var endurnýjað árið 2016. Í fasteignaauglýsingunni kemur í raun fram að íbúðin hafi verið mikið endurnýjuð.

Eigninni fylgir sameiginlegt þvottahús sem og sameiginlegur garður.

Alexsandra hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum síðustu ár, eða allt þar til hún byrjaði að blogga árið 2011.
https://www.instagram.com/p/BsE1TjuA0gq/


