fbpx
Þriðjudagur 22.október 2019  |
Bleikt

Sveltur karlmaður skrifar

Ragnheiður Eiríksdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 22:00

Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl Ragga!
Ég hef lengi ætlað að skrifa þér og veit ekki alveg hvar ég á að byrja.
Ég er 37 ára og í mjög hamingjusömu hjónabandi til nokkra ára en samtals höfum við verið saman í 10 ár. En það er ekki allt fullkomið í þessum heimi, þótt við séum miklir vinir og náin þá hefur hallað undan fæti í kynlífinu síðustu ár. Ég hef rætt það við hana nokkrum sinnum og finnst hún ekki vera sammála því að við eigum við vandamál að stríða.
Ég oft leitt hugann að því hvort þetta sé orðið gott þar sem við stundum kynlíf alltof sjaldan, kannski að hámarki einu sinni í viku og oft sjaldnar. Svo er það líka það sem hún vill ekki gera í kynlífinu, ég fæ til dæmis aldrei tott frá henni og ég má aldrei sleikja hana. Mér finnst gott að fá putta í endaþarm eða örva hann, en hún vill aldrei gera það og segir bara að ég eigi að fá mér karlmann ef ég vilji það, en það langar mig ekki. Mér finnst líka leiðinlegt í þau skipti sem við stundum kynlíf að þá á ég alltaf frumkvæðið og reyni að hafa forleikinn langan svo hún sé orðin heit.
Undanfarið er mig farið að langa sofa hjá öðrum kvenmönnum því ég fæ alls ekki nóg heima fyrir. Ég velti fyrir mér hvort sambandið sé komið á endastöð fyrst hugurinn er kominn þangað?
Ég gæti alveg haft þennan póst mun lengri, en þetta er lýsing á stöðunni, svona í stuttu máli.
Kveðja
Einn sveltur
Sá svelti vill gjarnan fingur upp í endaþarm sinn en eiginkonan er ekki á sama máli.
Kæri svelti maður
Ég mun ekki segja þér hvort þú ert kominn á endastöð í sambandinu … það eru bara tvær manneskjur sem koma til með að svara þeirri spurningu, þú og konan þín. Þið þurfið að nota orðin ykkar, vera hreinskilin og finna nándina ykkar á ný. Drulluerfitt verkefni, en kannski eigið þið séns. Ég skal samt reyna að rýna dálítið í stöðuna út frá upplýsingunum í póstinum þínum.
Það er glatað að lenda í svona stöðu – að finnast þarfir sínar ekki uppfylltar innan sambandsins sem þú ert búinn að lofa að heiðra. Ég er samt ansi hrædd um að flestir með reynslu af langtímasamböndum hafi lent í svipuðum aðstæðum – misræmi í kynhvöt sem illa gengur að laga. Ef þannig ástand fær að malla í dálítinn tíma myndast gremja sem getur eitrað sambandið á alla lund. Gremja bæði hjá þeim sem vill meira kynlíf (þú í þessu tilfelli), og hjá hinum sem langar einfaldlega ekki og er kannski með nagandi samviskubit yfir því að standa sig ekki í að uppfylla þarfir makans. Daglegt basl, barneignir og verðtrygging geta skapað prýðisaðstæður fyrir ástandið til að grassera.
Kynferðisleg höfnun frá maka getur verið sár, og endurtekin höfnun getur farið að kroppa í sjálfsmynd þess sem ítrekað er hafnað. Kannski hefur höfnunin ekkert að gera með ást konunnar þinnar á þér. Hún gæti einfaldlega verið í lægð vegna annarra þátta eins og hormónastarfsemi, álags í vinnu eða einhverrar blöndu sem lífið inniheldur einmitt núna. Þú virðist vera skotinn í henni og misræmið í kynhvöt ykkar, og sú staðreynd að þú girnist aðrar konur, hefur líklega ekkert með ást þína á henni að gera. Hér þarf ég samt að hafa þann fyrirvara á að ég er ekki konan þín og er ekki skyggn – svo ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að hugsa. Reyndu samt að láta þetta ekki fokka upp hvaða augum þú lítur á sjálfan þig.
Kannski er stutt í gremju hjá þér yfir því að vera hafnað trekk í trekk. Reyndu samt að anda djúpt og huga að öðrum þáttum sambands ykkar eins og vináttu, samstarfi í alls konar hversdagslegum verkefnum og hugulsemi. Faðmaðu hana og snertu án þess að ætlast til eða gera tilraunir til að láta hlutina enda með kynlífi. Þessir hlutir geta viðhaldið nánd og neista milli ykkar – tilfinningunni um að vera saman í liði. Það er mikilvægt.
Sjálfsumhyggja er mikilvæg og ég ráðlegg þér að skoða hvort þú notar tíma þinn í ánægjulegar athafnir daglega. Kynlíf er ofarlega á listanum hjá mörgum okkar yfir uppáhaldsaðferðir til að nærast og slappa af – en það er gott að gera ýmislegt annað líka. Sinna vinum, áhugamálum, andlegri jafnt sem líkamlegri næringu. Þeir sem sinna eigin þörfum vel verða sjálfkrafa meira aðlaðandi. Mundu líka að sjálfsfróun er kynlíf – fróaðu þér maður … elskaðu sjálfan þig, það er sjálfsagður hlutur, líka fyrir fólk í samböndum.
Áður en þú dæmir sambandið dautt ráðlegg ég þér líka að ræða málin við konuna þína. Vertu einlægur og ekki vera upptekinn af því að hafa rétt fyrir þér. Í svona málum hefur enginn rétt fyrir sér. Ef ykkur reynist erfitt að ræða saman ráðlegg ég ykkur eindregið að leita til ráðgjafa – einhvers sem getur virkað sem túlkur í samtali ykkar á milli og er ekki tilfinningalega flæktur í ykkar mál.
Gangi þér vel kæri vinur,
Ragga
p.s. Að karlmanni finnist gott að fá putta í endaþarm er ofureðlilegt og hefur ekkert með kynhneigð hans að gera.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Lesið í tarot Jóns Gnarr: Gæti sest á valdastól fyrr en hann grunar

Lesið í tarot Jóns Gnarr: Gæti sest á valdastól fyrr en hann grunar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Átakanleg saga sonar Michael Douglas: Sprautaði sig með kókaíni þrisvar á klukkutíma

Átakanleg saga sonar Michael Douglas: Sprautaði sig með kókaíni þrisvar á klukkutíma
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Skilin eftir tíu ára hjónaband

Skilin eftir tíu ára hjónaband
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Halldór horfði á klám með vinum sínum: „Það þróaðist svo í það að rúnka hvorum öðrum og svo fór þetta út í tott“

Halldór horfði á klám með vinum sínum: „Það þróaðist svo í það að rúnka hvorum öðrum og svo fór þetta út í tott“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lífið eftir nauðgun – Rakst á Facebook-síðu nauðgarans: „Hann er virkur í athugasemdum“

Lífið eftir nauðgun – Rakst á Facebook-síðu nauðgarans: „Hann er virkur í athugasemdum“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ára fyrirsæta kölluð „fallegasta stúlka veraldar“

Sex ára fyrirsæta kölluð „fallegasta stúlka veraldar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Erfitt að byggja upp það traust sem hefur tapast

Stjörnuspá vikunnar: Erfitt að byggja upp það traust sem hefur tapast
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bróðir Elton Johns brjálaður út af sjálfsævisögunni: „Pabbi var stoltur af honum“

Bróðir Elton Johns brjálaður út af sjálfsævisögunni: „Pabbi var stoltur af honum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.