fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025

„Allt í einu er öll þjóðin orðin að sérfræðingum í tveggja metra reglum og sóttvörnum“

Svarthöfði
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hefði haldið að tveir metrar gætu ekki orðið tilefni til rökræðu, en annað er nú komið á daginn. Vesalings þríeykið neyddist til að leggjast undir feld og hugsa sinn gang bróðurpart vikunnar enda tókst því á einum fundi að rugla svo hressilega í landanum að margir töldu jafnvel fært að halda fermingarveislur að nýju. Virðist þríeykið hafa verið að safna kjarki til þess að segja fólki að halda í sér sem mest af partístandi og bæla niður útlandablæti sitt.

Svarthöfði er þó á því að það eru ekki almannavarnir sem beri sökina í þessu öllu saman. Við þjóðin erum bæði að garga eftir hertari reglum en á sama tíma viljum við ekki reglur sem hefta frelsi okkar. Við viljum eiga kökuna okkar (heilbrigðið) og éta hana líka (frelsið).

Hvað er það líka nákvæmlega sem ráðherrann með langa nafnið og titilinn á að hafa unnið sér til saka? Hitt vini án þess að fá samþykki frá þjóðinni fyrir því fyrst? Mikið eru allir fljótir að verða heilagir þegar svona kemur upp. Allt í einu er öll þjóðin orðin að sérfræðingum í tveggja metra reglum og sóttvörnum. Jafnvel leyfir þjóðin sér að hrópa upp að sóttvarnalæknir viti ekkert hvað hann syngur, þjóðin viti klárlega betur hvað hann meinti með tveggja metra reglu.

Aumingja Þórólfur gat ekki einu sinni skýrt sína eigin reglu út og þurfti að taka sér vikuna í að endurhugsa hana. Hvernig í fjandanum getur þjóðin þá vitað upp á hár hvað í henni felst? Bull og vitleysa. Ef það er eitt stef sem við ættum að hafa lært í þessum faraldri þá er það að hlusta á sérfræðingana og hlusta extra vel þegar sérfræðingarnir segjast þurfa að kynna sér málin betur.

Verstu gagnrýnina telur Svarthöfði vera þá að Þórólfur hafi endurskilgreint regluna til að ráðherra kæmist út úr klípunni. Það er alvarleg atlaga að trúverðugleika og starfsheiðri manns sem er búinn að standa sig eins og sprittuð hetja í þessum faraldri.

Það sem má samt skamma ráðherra fyrir eru viðbrögð hennar við þessu öllu saman. Hún byrjar á að réttlæta gjörðir sínar og telur ekkert saknæmt hafa átt sér stað, svo biðst hún afsökunar á myndunum sem voru teknar á vinkonudjamminu, að lokum biðst hún afsökunar á öllu saman. Þetta sendir nokkuð leiðinleg og öfug skilaboð ofan í okkur.

Svarthöfði hefur séð þetta stef endalaust oft í þjóðfélaginu. Byrja á að neita – reyna svo að draga í land – biðjast svo afsökunar. Ætli menn séu enn reiðir þess vegna? Því ráðherra ákvað að bíða og sjá hvort að æstur lýðurinn myndi strax snúa sér að næsta dramakasti eða hvort þetta yrði áfram stórmál. Þjóðin eins og hún leggur sig er nefnilega með brútal ADHD og missir fljótt fókus.

Hins vegar er rólegt að gera í samfélaginu og lítið að frétta svo þjóðin gat vel leyft pirringnum að marenera áfram. Ráðherra hefur því líklega séð sér þann kost vænstan að biðjast afsökunar.

Hvað kvittanadramað varðar hlýtur það að liggja í augum uppi að manneskjan borgaði snertilaust.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sarri fór í hjartaaðgerð

Sarri fór í hjartaaðgerð
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum