Tilfinningar þínar koma hér fram sem ringulreið einhverskonar. Einmanaleiki gæti einkennt þig um þessar mundir og jafnvel ístöðuleysi.
Þegar þú tileinkar þér að elska lýkur þú upp dyrunum fyrir sjálfri athöfninni að elska og þú verður fær um að gangast kærleikanum á hönd.
Ef þú hefur það á tilfinningunni að þú ráðir ekki við erfiðið er það fjarri sanni. Þú ættir ekki að staldra lengur við í vonleysinu heldur rísa á fætur og takast á við framhaldið.
Þú sérð eflaust ekki veruleikann eins og hann er og er það eflaust innra ójafnvægi og svartsýni sem villir þér sýn.
Horfðu betur í kringum þig og sjá, litirnir verða líflegri og hljóðin verða unaðslegri. Leyfðu öllum skynjunum þínum að finna fyrir frelsinu meðvitað.
Framtíðin er björt og ekki tími fyrir leiðindi.