Þitt innra jafnvægi og andlegar tilfinningar eiga vel við um þessar mundir. Þú finnur eflaust fyrir þægilegri en stöðugri jarðtengingu sem eflist hvern dag hér eftir og innri ró sem ýtir undir friðinn sem býr í hjarta þínu.
Ef þú leitast við að hjálpa náunganum með hlýju þinni og umhyggju á spilið sem um ræðir vel við þig. Þú kannt án efa að meta umhverfi þitt með réttu hugarfari á sama tíma og líkamleg snerting er hluti af löngunum þínum til maka þíns eða ástvinar.
Hlustaðu á langanir þínar og leyfðu þér að njóta tilverunnar.