fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 14:38

Lögregla hefur innsiglað heimilið sem brotavettvang. - Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðili sem þekkir til fjölskyldu áttræðs manns í Garðabæ sem lést á föstudag segir samband dóttur mannsins við foreldra sína hafa verið stormasamt. Hafi það einkennst af yfirgangi dótturinnar, sem er 28 ára, við foreldra sína. Konan er í gæsluvarðhaldi og er grunuð um að hafa veitt báðum foreldrum sínum áverka, skv. frétt RÚV. Samkvæmt frétt Vísis fékk maðurinn hjartaáfall en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af rannsókn málsins en segir málið vera flókið og viðkvæmt. Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun en óvíst er á þessari stundu hvort það verður framlengt.

Heimildarmaður DV segir manninn og fjölskyldu hans vera stórefnaða en fjölskyldan býr í afar stóru einbýlishúsi í Garðabæ. Segir heimildarmaður einnig að unga konan hafi ekki verið í föstu starfi en hún hafi lokið stúdentsprófi frá Verslunarskólanum fyrir mörgum árum. Hún er þekkt í heimi hestamennsku og hefur keppt með góðum árangri í tölti. Hestaeign konunnar er ríkuleg en faðir hennar gaf henni meðal annars tíu milljóna króna graðhest. Ennfremur upplýsir sami aðili að heimili fjölskyldunnar í Garðabæ sé mjög ríkmannlegt og stúlkuna hafi aldrei skort neitt af efnislegum gæðum heldur öðru nær.

Hinn látni starfaði sem tannsmiður og var á meðal hinna fyrstu í þeirri grein hér á landi.

Heimildarmaður segir hina grunuðu vera vinafáan einfara og hún hafi ekki myndað sterk tengsl við fólk í hestamennsku þrátt fyrir að vera mjög atkvæðamikil á því sviði. Ennfremur lætur hann þess getið að hún hafi aldrei verið bendluð við neyslu fíkniefna og fjölskyldan er ekki talin hafa nein tengsl við undirheima.

Móðir stúlkunnar var 43 ára gömul er hún fæddi hana og faðirinn, sem var áttræður er hann lést, var kominn yfir fimmtugt. Stúlkan er eina barn foreldra sinna en hinn látni lætur einnig eftir sig son frá fyrra sambandi.

 

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða