fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Pressan
Mánudaginn 14. apríl 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikal Mahdi, 42 ára fangi á dauðadeild í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, var leiddur fyrir aftökusveit á föstudag og skotinn til bana.

Mikal var dæmdur til dauða fyrir morðið á James Myers sumarið 2004, en Myers var lögregluþjónn. Hafði hann brotist inn á afskekkt sveitabýli Myers og fjölskyldu hans og skaut hann lögregluþjóninn til bana þegar hann varð hans var. Að því loknu bar hann eld að líkinu.

Hann játaði einnig á sig tvö önnur morð sem framin voru nokkrum dögum fyrr, þar á meðal á starfsmanni verslunar sem spurði hann um skilríki þegar hann reyndi að kaupa sér áfengi.

Mikal var handtekinn í Flórída en framseldur til Suður-Karólínu þar sem hann var dæmdur til dauða í desember 2006.

Í frétt AP kemur fram að þrír fangelsisstarfsmenn hafi framkvæmt aftökuna. Rúmri mínútu eftir að skotunum var hleypt af hætti Mikael að anda og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Þetta er önnur aftakan í Bandaríkjunum á skömmum tíma sem framkvæmd er af aftökusveit, en þann 7. mars síðastliðinn var Brad Sigmon, fangi á dauðdeild í Utah, tekinn af lífi með sömu aðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld