fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. apríl 2025 20:00

Sveinn Andri Sveinsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars sakborninga í svokölluðu hryðjuverkamáli gagnrýnir embætti ríkislögreglustjóra harðlega og fullyrðir að nýleg skýrsla greiningardeildar embættisins um hryðjuverkaógn á Íslandi sé liður í óeðlilegum þrýstingi á Hæstarétt um að taka málið fyrir.

Hryðjuverkamálið snerist um tvo unga menn sem handteknir voru og ákærðir fyrir að ætla sér að fremja hryðjuverk. Byggði málið ekki síst á spjalli þeirra á samskiptaforritinu Signal þar sem þeir töluðu digurbarkalega um að fremja slík illvirki. Mennirnir og lögmenn þeirra, þar á meðal Sveinn Andri, vildu hins vegar meina að nákvæmlega engin alvara hefði verið á bak við þessi samskipti. Mennirnir voru sýknaðir bæði í Héraðsdómi og Landsrétti en á báðum dómstigum þótti ekki sannað að þeir hefðu verið að undirbúa hryðjuverk en þeir neituðu því alfarið og sögðust þvert á móti enga löngun hafa til slíkra verka.

Sveinn Andri staðfesti við mbl.is fyrir viku síðan að ríkissaksóknari hefði farið fram á áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en upplýsingar um það hafa ekki verið birtar á vef réttarins en dómarar munu komast að niðurstöðu um það á næstunni hvort leyfið verður veitt og málið tekið fyrir.

Skýrslan

Fyrir tveimur dögum kom út árleg skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi.

Ein helsta niðurstaða skýrslunnar var að hér á landi væru einstaklingar sem hefðu bæði löngun og getu til að fremja voðaverk, eins og það er orðað. Telur greiningardeildin mestu hryðjuverkaógnina stafa frá einstaklingum sem að aðhyllast öfgafullar skoðanir af hægri hlið stjórnmálanna en sakborningarnir í hryðjuverkamálinu voru einmitt sakaðir um hafa slíkar skoðanir. Í skýrslunni segir að hryðjuverkaógnin hafi vaxið lítillega.

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Ljóst er að Sveinn Andri gefur ekki mikið fyrir þessa skýrslu en hann fullyrðir í Facebook-færslu að hún sé liður í að þrýsta á Hæstarétt um að taka hryðjuverkamálið fyrir:

„Þráfaldlega hefur Ríkislögreglustjóri, sem startaði þessum arfavitlausa málarekstri, reynt að hafa áhrif á meðferð málsins hjá dómstólum með glórulausum skýrslum, yfirlýsingum og hættumati hryðjuverka, en sem betur fer ekki haft erindi sem erfiði.“

Sveinn Andri vísar síðan í frétt Mbl.is af efni skýrslunnar:

„Hér getur að síðan að sjá nýjasta dæmið; frekar purrkunarlausa og ósvífna tilraun Ríkislögreglustjóra til þess að hafa áhrif á Hæstarétt. Það hættulegasta við aðgerðir og yfirlýsingar Ríkislögreglustjóra er að ef og þegar raunverulegir hryðjuverkamenn áforma að láta til sín taka, mun stór hluti almennings ekki taka viðvaranir lögreglu trúanlegar.“

Úlfur, úlfur!“

Sveinn Andri rökstyður það þó ekki hvers vegna lítið mark sé að taka á skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos