fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Jesse Watters hjá Fox-fréttastofunni er mjög upptekinn af karlmennsku og hefur meðal annars gagnrýnt karlmenn sem versla í matinn með mökum sínum og karlmenn sem borða ís á almannafæri. Að þessu sinni vakti Watters athygli fyrir að fagna tollastefnu Trump, en fjölmiðlamaðurinn telur að þannig geti Bandaríkjamenn endurheimt karlmennskuna.

Trump hafði lofað landsmönnum því að með tollum myndu fyrirtæki kjósa að opna verksmiðjur í Bandaríkjunum til að sleppa við aukakostnaðinn. Þessu muni fylgja mörg ný störf. Watters segir þetta frábæra hugmynd enda tíma til kominn að karlmenn fari aftur að vinna með höndunum. Hann segist vera á móti þeirri þróun að karlmenn séu farnir að genga í kvennastörf og hanga inni á skrifstofum frá morgni til kvölds. Watters neitar til dæmis að nota orðið flugþjónn.

„Þetta eru flugfreyjur. Þeir verða alltaf flugfreyjur. Jafnvel þó að þetta sé karlkyns flugþjónn þá kalla ég eftir sem áður: flugfreyja. Þeir svara mér þó yfirleitt ekki.“

Watters hélt áfram: „Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta. Rannsóknir hafa sýnt þetta. Ef þú ert úti að vinna, eins og við að byggja vélmenni, þá ertu innan um aðra karla. Þú ert ekki í kringum mannauðskerlingar og lögmenn sem smita þig af estrógeni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldur í sárum eftir að staðgöngumæðrastofu var lokað í skyndi og eigandinn lét sig hverfa

Fjölskyldur í sárum eftir að staðgöngumæðrastofu var lokað í skyndi og eigandinn lét sig hverfa
Pressan
Fyrir 5 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð