fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Pressan

„Týndu“ líkum tvíbura

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tvö lík voru jarðsett í röngum gröfum í Coney Hill kirkjugarðinum í Gloucester í Englandi. Bæjaryfirvöld hafa beðist afsökunar á þessu en svo virðist sem enn séu ekki öll kurl komin til grafar.

Einn bæjarbúa segir að grafstæði tvíbura hans sé „týnt“ því sveitarfélagið viti ekki hvar þeir voru jarðsettir.

Metro hefur eftir bæjarfulltrúa að tvíburarnir hafi verið jarðsettir fyrir um tíu árum en þeir létust daginn eftir að þeir fæddust.

Faðir barnanna segir að sveitarfélagið hafi aldrei getað sagt honum hvar þau voru jarðsett.

Bæjarfulltrúinn segir að kona ein hafi pantað grafstæði fyrir foreldra sína fyrir rúmum átta árum. Nýlega hafi hún komist að því að búið var að jarðsetja konu í fráteknu grafstæðunum. Konan telur að ástæðan fyrir þessu sé að konan, sem var jarðsett, ber sama sjaldgæfa skírnarnafnið og hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd

Svona kom hann sér í form fyrir Odyssey – Komst aftur í menntaskólaþyngd
Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað

ICE skaut konu til bana í Minneapolis – Áttu ekkert erindi við konuna en töldu sér ógnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum