fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Eyjan
Mánudaginn 7. apríl 2025 18:30

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það yrði mjög neikvætt fyrir hagvöxt í alþjóðahagkerfinu ef ríki tækju upp á því að draga úr tekjusköttum og leggja tolla á í staðinn til að afla tekna. Hindrunarlaus alþjóðaviðskipti stuðla að því að vörur séu framleiddar þar sem hagkvæmast er að framleiða þær. Vont væri ef við Íslendingar reyndum að framleiða bíla og avókadó hér á landi. Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Markadurinn - Lilja Solveig Kro - 4
play-sharp-fill

Markadurinn - Lilja Solveig Kro - 4

„Svo veltur líka, bara eins og í Bandaríkjunum, eitthvað sem hefur ekki fengið mikla umræðu, en hvað á að gera við allar þessar tollatekjur? Það skiptir mjög miklu máli fyrir efnahagskerfið í Bandaríkjunum. Ef tollatekjurnar verða teknar og notaðar til að lækka skatta til neytenda þá vissulega eru neytendur að borga meira fyrir vörurnar í landinu en eru hins vegar að borga minni skatta þannig að þeir hafa meira milli handanna en ella. Ef tollatekjurnar verða hins vegar notaðar til að lækka ríkishallann þá geta áhrifin verið miklu meiri á bandaríska neytandann. Það er ýmislegt sem við eigum eftir að fá svör við,“ segir Lilja Solveig.

Ég sá það einhvers staðar að á 19. öldinni voru tollar nokkuð ráðandi í milliríkjaviðskiptum og mörg ríki notuðu tolla sem tekjuöflun en fóru síðan að taka upp tekjuskatta og þess háttar vegna þess að tekjurnar af tollunum dugðu ekki fyrir þeim útgjöldum sem ríkin stóðu frammi fyrir. Það er því mjög ólíklegt að tollar núna muni vega upp á móti einhverjum skattalækkunum, segjum í tekjuskattskerfinu.

„Þetta getur oltið á því hverjir hvatarnir eru og það yrði auðvitað mikil afturför ef ríki myndu leggja niður tekjuskattana og taka upp tolla í staðinn. Það hefur mikil áhrif á hagvöxt í heiminum að við séum að framleiða vörurnar þar sem er hagstæðast að framleiða þær, að við séum ekki hér á Íslandi að reyna að framleiða bíla og og avókadó og hvað sem er fyrir okkur. Við verðum að nýta hlutfallslega yfirburði landa til að framleiða vörur þar sem best er að framleiða þær,“ segir Lilja Solveig.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Hide picture