fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Eyjan
Föstudaginn 4. apríl 2025 17:00

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollarnir sem Trump lagði á alla heimsbyggðina eru umfangsmeiri og hærri en margir bjuggust við. Þetta getur skýrt miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum frá því að þeir voru kynntir í vikunni. Þeir hafa neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og hækka vöruverð í Bandaríkjunum. Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markadurinn - Lilja Solveig Kro - 1
play-sharp-fill

Markadurinn - Lilja Solveig Kro - 1

„Þó að hagfræðingar séu nú ekki sammála um margt þá eru þeir sammála um það að tollar séu slæmir. Trump er þarna með einhverja hugsjón um að hann vilji færa framleiðsluna aftur til Bandaríkjanna og sér þetta vopn til að ná því fram. Nú, þetta hefur auðvitað bara neikvæð áhrif á allt heimshagkerfið, á alþjóðleg viðskipti. Það á svo bara eftir að koma í ljós hvort þessar aðgerðir hans virka,“ segir Lilja Solveig.

Það eru allar hlutabréfavísitölur eldrauðar núna. Ég kíkti á íslensku vísitöluna og sýndist öll fyrirtæki vera dökkrauð, nema eitt, sem er kannski undantekningin sem sannar regluna. Þetta er niður um mörg prósent, mörg stór íslensk fyrirtæki. Sama er uppi á teningnum annars staðar. Þegar settir eru á tolla er verið að verja og jú, þetta er alveg rétt, þetta getur varið bandaríska framleiðslu, bandarískan iðnað, en þetta hækkar vöruverð og getur orðið til þess að ríki fari að gera það sem er óhagstætt.

„Já, þetta hefur svolítið legið yfir heimshagkerfinu frá því að Trump var kjörinn forseti. Hann hefur talað mjög opinskátt um að þetta sé einhver leið sem hann vilji fara. Það er eiginlega frá þeim tímapunkti sem þetta fór að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið af því það hefur verið þessi óvissa yfir: hvernig tollarnir muni vera, að hvaða löndum þeir muni beinast. Fyrirtæki bregðast við svona óvissu og draga kannski úr umfangi sínu. Þau vilja ekki fara í stórar fjárfestingar þegar þau vita ekki hvaða markaði þau geta selt vörurnar sínar á og þess háttar.“

Lilja Solveig segir þessa óvissu hafa legið yfir hagkerfinu frá því í lok síðasta árs. „En svo var það í þessari viku sem hulunni var svipt af því hvað þetta þýðir í rauninni í viðskiptum gagnvart Bandaríkjunum. Þetta voru umtalsvert meiri tollar en margir höfðu búist við, sem getur skýrt hvers vegna markaðirnir eru að bregðast svona illa við. Það eru allir hagfræðingar og greinendur að meta hver áhrifin af þessu eru þó að enn sé mörgum spurningum ósvarað.“

Hún segir þó ljóst að þetta muni hafa bein áhrif á neytendur í Bandaríkjunum. „Þegar tollar eru lagðir á innfluttar vörur í Bandaríkjunum þá hækkar það vöruverð í Bandaríkjunum og núna erum við auðvitað búin að vera að sigla í gegnum tímabil þar sem við erum búin að vera að reyna að ná verðbólgu niður með háum vöxtum alþjóðlega og þetta mun bara hækka vöruverð í Bandaríkjunum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Hide picture