fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 23:01

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan 23:00 í kvöld. Mbl.is greinir frá því að samkvæmt fyrstu tölum Veðurstofunnar var skjálftinn rétt um fjórir að stærð og var á sama stað og skjálfti fyrr í kvöld, á milli Trölladyngju og Kleifarvatns.

Fyrr í kvöld sendi Veðurstofa Íslands frá sér tilkynningu um skjálftahrinu austur af Trölladyngju, en þar höfðu nokkrir skjálftar mælst yfir 3 að stærð. Hrinan hófst um klukkan hálf sex og þegar tilkynning var send, 18:43, höfðu tæplega 50 skjálftar mælst. Meðaldýpi þeirra var um 4-6 kílómetrar. Stærsti skjálftinn, sem fannst vel í byggð, var samkvæmt fyrsta mati 3,6 að stærð.

Veðurstofan sagði að líklega væri um gikkskjálftavirkni að ræða, svipaða þeirri sem hefur verið við Reykjanestá og Eldey síðustu sólarhringa.

Veðurstofan tók samhliða fram að verulega hefði dregið úr skjálftavirkni á kvikuganginum og nánast engin virkni við Reykjanestá og Eldey síðustu 3 klukkustundirnar áður en tilkynningin var send.

Fréttin hefur verið uppfærð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast