fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, segir að almenn umræða um öryggis- og varnarmál hafi lengi einkennst af værukærð. Bjarni vakti athygli á dögunum þegar hann lýsti yfir nauðsyn þess að Ísland myndi stofna her og leyniþjónustu.

Bjarni hefur skrifað nokkrar greinar um málið í Morgunblaðið og í grein sem birt er í dag segir hann að sú trú að landið njóti skjóls án þess að þurfa að taka á sig mikla ábyrgð hafi verið ráðandi í áratugi, jafnvel þó ytri aðstæður hafi gjörbreyst.

Getum ekki staðið hjá

„Ríki sem hingað til hafa ekki talið sig þurfa að fjár­festa í eig­in vörn­um eru nú að stór­auka fram­lög til varn­ar­mála- og hernaðar­upp­bygg­ing­ar. Ísland get­ur ekki staðið hjá. Það þarf að axla ábyrgð og taka virk­an þátt í þeirri þróun,“ segir hann og bendir á að þær tillögur sem hann hefur varpað fram að undanförnu snúist ekki aðeins um breytingar á yfirborðinu, heldur um djúpstæða stefnubreytingu í hvernig við hugsun um öryggi okkar og stöðu í alþjóðakerfinu.

Sjá einnig: Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Hann segir að kjarna­hlut­verk hvers rík­is sé að tryggja ör­yggi borg­ara sinna. Eng­in önn­ur skylda rík­is­valds­ins sé jafn mik­il­væg.

„En í alltof mikl­um mæli hafa alltof marg­ir litið svo á að við séum utan hættu – að veru­leik­inn sem önn­ur ríki glíma við nái ekki til okk­ar. Þessi nálg­un er ekki leng­ur raun­hæf ef hún var það ein­hvern tím­ann. Ísland er hluti af hinum vest­ræna heimi og þar með skot­mark í þeim átök­um sem eiga sér stað, hvort sem það eru netárás­ir, upp­lýs­inga­hernaður, póli­tísk íhlut­un er­lendra afla eða eitt­hvað miklu verra,“ segir hann og bætir við að engin samfélagsleg umræða sé mikilvægari en sú sem varðar öryggi og velferð borgaranna.

Hvað kostar að gera það ekki?

„Þjóðin þarf að taka virka af­stöðu: Hvaða ábyrgð ber Ísland á eig­in vörn­um? Get­um við leyft okk­ur að reiða okk­ur nær al­farið á aðrar þjóðir þegar kem­ur að varn­ar­mál­um? Hvernig tryggj­um við að ís­lensk stjórn­völd hafi nægi­lega getu til að bregðast við nýj­um og ófyr­ir­séðum ógn­um? Erum við til­bú­in að fjár­festa í nauðsyn­leg­um innviðum til að standa vörð um okk­ar eig­in hags­muni? Hversu lengi get­um við staðið utan við þá þróun sem á sér stað í ná­granna­ríkj­um okk­ar? Hvernig get­um við tryggt að Ísland sé ekki veik­ur hlekk­ur í alþjóðleg­um varn­ar­mál­um, held­ur virk­ur þátt­tak­andi í ör­ygg­is­sam­starfi sem þjón­ar bæði okk­ur og banda­mönn­um okk­ar?“

Bjarni bendir svo á að við verjum háum fjárhæðum í ýmsa innviði samfélagsins. „En er ekki kom­inn tími til að spyrja: Hvað kost­ar að tryggja raun­veru­legt ör­yggi? Hvað kost­ar að gera það ekki?“

Bjarni hafnar því að það að efna til slíkrar umræðu sé merki um einhvers konar stríðsæsing. Það sé miklu fremur merki um raunsæja sýn á hlutverk ríkisins í nútímanum.

„Örygg­is­mál eru ekki ein­angruð við hernað – þau snú­ast um getu sam­fé­lags­ins til að verja sjálf­stæði sitt, stjórn­mála­kerfi sitt og dag­legt líf borg­ar­anna fyr­ir ut­anaðkom­andi ágangi. Til að slíkt sé mögu­legt þarf að skapa meðvitaðra sam­fé­lag um mik­il­vægi varn­ar- og ör­ygg­is­mála og hvernig Ísland get­ur tryggt framtíðarör­yggi sitt. Íslenskt sam­fé­lag verður að vera virk­ara þegar kem­ur að varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um. Það er ekki nóg að treysta á göm­ul viðhorf – sam­fé­lagið þarf að horf­ast í augu við óþægi­leg­ar staðreynd­ir.“

Ekki hvort heldur hvenær

Bjarni segir að lokum að íslensk öryggisumræða hafi um of einkennst af því að forðast þá staðreynd að smáríki séu ekki undanskilin alþjóðlegum ógnum af mannavöldum. Rökræða og gagnrýnin hugsun séu nauðsynlegar til að hrista samfélagið upp, jafnvel þó umræðan geti verið óþægileg, óvinsæl og vakið sterkar, jafnvel sárar, tilfinningar. Hún sé samt nauðsynleg.

„Þeir sem kjósa að loka aug­un­um fyr­ir veru­leik­an­um þurfa að horf­ast í augu við staðreynd­ina: Örygg­is­ógn­ir eru ekki ímyndaðar – þær eru raun­veru­leg­ar. Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær á að gera það. Spurn­ing­in sem við stönd­um frammi fyr­ir er ein­föld: Ætlum við að bregðast við núna eða bíða eft­ir að við neyðumst til aðgerða?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu