fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 09:37

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær voru björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli boðaðar út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá hópi skíðafólks á leið yfir Eyjafjallajökul að Fimmvörðuhálsi.

Á toppi jökulsins treyst einn út hópnum sér ekki til að halda áfram. Einn leiðsögumaður hélt kyrru fyrir með viðkomandi, en hópurinn hélt áfram. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Fæti á jökli var slæmt og björgunarsveitir þurftu að fara á jökulinn á vélsleðum og snjóbílum.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Um svipað leiti barst aðstoðarbeiðni frá fólki á tveimur jeppum á svipuðum slóðum. Þau höfðu fest jeppana. Þá voru boðaðir út fleiri snjóbílar, úr Grímsnesi og Garðabæ.

Auk þess komu björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu sem voru á æfingu í nágrenninu til aðstoðar.

Upp úr klukkan 19 komu fyrstu björgunarmenn á sleðum á topp Eyjafjallajökuls og var sá einstaklingur sem þar beið aðstoðar, fluttur á móti snjóbíl sem var skammt á eftir.

Gönguhópurinn sem hafði ætlað yfir á Fimmvörðuháls, hafði þá snúið við vegna veðurs og var tekin ákvörðun um að snjóbílarnir myndu taka allan hópinn niður.

Rétt fyrir klukkan 22 var allur gönguhópurinn kominn í bíla á Hamragarðaheiðinni og var hann síðan fluttur  niður að Skógum. Jepparnir tveir voru svo losaðir og eru á leið niður jökul.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast