fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta stóð yfir í þrjár til fjórar mínútur,“ segir íbúi í borginni Yangon, þeirri fjölmennustu í Mjanmar, í samtali við BBC um jarðskjálftann öfluga sem reið yfir í morgun.

Óttast er að mjög margir hafi farist í skjálftanum sem fannst víða, bæði í Mjanmar og í Taílandi, til dæmis í Bangkok, þar sem háhýsi sem er í byggingu hrundi til grunna.

Maðurinn segir við BBC að hann hafi lagt sig á heimili sínu og vaknað þegar allt fór að leika á reiðiskjálfi. „Ég fékk skilaboð frá vinum og vandamönnum og áttaði mig á því að skjálftinn hefði fundist mjög víða, ekki bara í Yangon.“

Talið er að 43 verkamenn sem unnu að smíði háhýsisins í Bangkok hafi grafist undir rústunum. Í Mjanmar var neyðarástandi lýst yfir í sex héruðum og segir í frétt Mail Online að óttast sé að þúsundir hafi látist.

Hafa yfirvöld í Mjanmar óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu sem þykir vera til marks um þá alvarlegu stöðu sem er uppi.

Skjálftinn var 7,7 að stærð og voru upptök hans nærri borginni Mandalay, sem er sú næstfjölmennasta í Mjanmar. Annar skjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir 12 mínútum síðar.

„Ég hef aldrei séð annað eins. Við erum að reyna að ná utan um stöðina, ég er uppgefinn,“ segir læknir í höfuðborg landsins, Naypyidaw, í samtali við AFP-fréttaveituna.

Ian Main, prófessor í jarðskjálftafræði við Jarðvísindadeild Háskólans í Edinborg, segir í viðtali við Mail Online að útlitið sé mjög svart. Óttast hann að allt frá 10 þúsund til 100 þúsund hafi farist miðað við þær myndir sem hann hefur séð og þann fjölda sem býr nærri upptökum skjálftans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB