fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttatíu og eins árs gamall þjálfari stúlknaliðs í körfubolta í Northville High School í New York-ríki hefur verið rekinn og kærður vegna atviks eftir leik liðsins á dögunum.

Stúlkurnar voru að keppa síðastliðið föstudagskvöld en töpuðu mikilvægum leik. Stúlkurnar voru eðli málsins samkvæmt svekktar í leikslok en enginn hagaði sér þór verr en þjálfarinn, Jim Zullo.

Það náðist á myndband þegar Zullo gekk upp að einum besta leikmanni liðsins, Hailey Monroe, og reif í hár hennar áður en hann lét nokkur vel valin orð falla. Stúlkurnar í liðinu eru 15, 16 og 17 ára gamlar.

Hailey stóð þarna með liðsfélögum sínum og var í sýnilegu uppnámi eftir tapið áður en þjálfarinn gerði illt verra með glórulausri hegðun sinni. Þá hjólaði hann í aðra stúlku sem virtist reyna að koma Hailey til varnar.

Zullo sagði eftir leik að atvikið hefði orðið þegar hann sagði Hailey að taka í höndina á andstæðingum sínum og þakka fyrir leikinn. Það vildi hún ekki gera og mun hún, samkvæmt Zullo, hafa sýnt honum dónaskap.

Zullo var rekinn örfáum klukkustundum eftir leik og baðst hann afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið.

„Sem þjálfari þá er það ekki undir nokkrum kringumstæðum réttlætanlegt að leggja hendur á leikmann og mér þykir mjög leiðinlegt að þetta hafi gerst. Ég vildi að ég gæti tekið þetta til baka,” sagði hann en hann hefur verið kærður til lögreglu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma