fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Trump hafður að háði og spotti eftir að hann hrósaði syni sínum – „Þessi maður er með kjarnorkukóðana“

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 16:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar hafa undanfarinn sólarhring haft forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að háði og spotti eftir að hann hrósaði tæknikunnáttu yngsta sonar síns, Barron Trump. Hrósið þótti ekki traustvekjandi og einn skrifaði forviða: „Að hugsa sér, þessi maður er með kjarnorkukóðana.“

Trump ræddi við FOX fréttastofuna á miðvikudaginn og barst talið að yngsta syni hans sem átti 19 ára afmæli í gær. Trump sagði Barron afburðagreindan.

„Hann getur horft á tölvu… Ég slekk á fartölvunni hans, ég segi: „þetta er komið gott“ en svo kem ég aftur um fimm mínútum seinna og hann er aftur kominn í fartölvuna og ég segi: „Hvernig fórstu að þessu?“. Hann er með ótrúlega hæfni í tækninni. Barron er mjög greindur gaur.“

Netverjar og andstæðingar Trump voru ekki jafn hrifnir. Það sé hreinlega skuggalegt að maður með þetta mikil völd haldi að það sé afrek að kunna að kveikja á fartölvu.

Einn skrifar: „Gaur, sem kann ekki einu sinni að kveikja á fartölvu, er að stjórna landinu. Reynið aðeins að melta þá staðreynd.“

Annar: „Hann ýtti á ON-takkann. Byltingarkenndur hlutur á ferðinni.“

Enn einn spurði hvort þetta væri eitthvað grín. Þetta gæti hreinlega ekki verið raunverulegt og annar lýsti þessu svona: „Barron: kveikir á tölvu. Trump: Guð minn góður Barron, þú ert snillingur.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump er sakaður um að búa ekki að mikilli tækniþekkingu. Árið 2017 spurði hann í viðtali við TIME hvað orðið stafrænt þýðir, en sagðist á sama tíma vita „meira um tækni en nokkur annar“. Á síðasta ári sagði hann á kosningafundi að „flest fólk veit ekkert hvað í fjandanum smáforrit er“ og árið 2017 gagnrýndi hann stafræna tækni í búnaði sem skýtur herþotum á loft frá skipum sjóhersins. „Þú þarft að vera Albert Einstein til að skilja þetta,“ sagði Trump og kallaði eftir því að herinn héldi áfram að nota eldri búnaðinn, þrátt fyrir að þá væri fyrirliggjandi að nýja stafræna tæknin væri skilvirkari, áreiðanlegri og ódýrari. Árið 2019 sagði hann að flugvélar væru orðnar alltof flóknar. Þær gömlu væru mun betri. Á sama ári kvartaði hann undan traktorum í dreifbýlinu sem væru ekki einu sinni með internet.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa