fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Komst að skelfilegu leyndarmáli vinkonu sinnar þegar hún opnaði skúrinn

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 04:16

Leigh Sabine. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein komst að svakalegu leyndarmáli vinkonu sinnar þegar hún opnaði skúrinn í garði hennar eftir andlát hennar. Konan lést af völdum krabbameins 2015 og það var ekki fyrr en þá sem skelfilegt leyndarmál hennar kom í ljós.

Konan gekk undir nafninu „Brjálað Leigh“ í hverfinu, í Beddau í Wales, þar sem hún bjó. Hún hét réttu nafni Leigh Ann Sabine.

Eftir að hún lést opnaði nágrannakona hennar, sem var einnig vinkona hennar, skúr á lóð hennar.

Í skúrnum var beinagrindin af fyrrum eiginmanni Leigh en hún myrti hann 1997 með því að berja hann til bana með stein styttu.  Ástæðan fyrir morðinu var að hann „pirraði hana“.

Daily Star skýrir frá þessu og segir Leigh hafi sagt nágrönnum sínum að hún ætti gervibeinagrind og trúðu nágrannarnir því.

Beinagrindin var í plasti og það var ekki fyrr en nágrannarnir byrjuðu að skera plastið utan af henni sem þeir áttuðu sig á að um raunverulegar líkamsleifar var að ræða. Það var óþefurinn, sem barst innan úr innpakkningunni, sem sannfærði þá um að hér væri um líkamsleifar að ræða.

Leigh hafði sett 40 lög af plasti utan um þær.

Lögreglunni var auðvitað tilkynnt um þetta og var einn nágranninn handtekinn, grunaður um að hafa myrt viðkomandi. Honum var sleppt úr haldi eftir að DNA-rannsókn sýndi fram á að líkið var af fyrrum eiginmanni Leigh en hann sást síðast á lífi 1997.

Vinkona hennar, sem nýtur nafnleyndar, sagði lögreglunni að Leigh hefði sagt henni að hún hefði „barið“ manninn til bana með steinstyttu því hann hafi „pirrað“ hana.

Lögreglan fann styttuna og var blóð úr manninum á henni.

Lögreglan telur að þegar Leigh vissi að hún væri dauðvona af völdum krabbameins, hafi hún viljað losa sig við sönnunargögn og hafi því fengið tvo menn til að flytja beinagrindina úr íbúðinni sinni út í skúrinn í garðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat