fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Vilja að dóttir þeirra verði úrskurðuð látin – Hvarf á dularfullan hátt fyrir tveimur vikum

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 11:40

Sudiskha Konanki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar ungrar konu sem hvarf þegar hún var í fríi í Dóminíska lýðveldinu vilja að hún verði úrskurðuð látin. Leit að henni hefur engan árangur borið.

Sudiskha Konanki, tvítugur nemi við University of Pittsburgh, var í svokölluðu vorfríi (e. spring break) með fimm vinkonum í Punta Cana þegar hún hvarf.

Sjá einnig: Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Konanki sást síðast aðfaranótt fimmtudagsins 6. mars með ungum manni, Joshua Riibe, á ströndinni þar sem þau fengu sér meðal annars sundsprett. Þá sást hún í göngutúr með þessum sama manni á ströndinni en eftir það spurðist ekkert til hennar.

Joshua segir að hann hafi sofnað á bekk á ströndinni eftir að þau fóru í sjóinn og Sudiskha hafi haldið sína leið. Yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu hafa lagt hald á vegabréf hans og er hann í farbanni á meðan málið er rannsakað.

Hann hefur neitað aðild að hvarfi hennar en engin ummerki um átök fundust á ströndinni þegar lögregla hóf rannsókn málsins. Tveimur tilgátum hefur verið varpað fram við rannsóknina; annars vegar að um slys hafi verið að ræða og hugsanlega hafi alda hrifsað hana með sér á haf út. Hins vegar að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Enginn er þó formlega undir grun í málinu þó augun beinist að Joshua þar sem hann sást með henni skömmu áður en hún hvarf.

NBC News hefur eftir talsmanni lögreglu, Diego Pesqueira, að foreldrar Konanki hafi farið fram á hún verði úrskurðuð látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa