fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Varpa ljósi á hvers vegna vísindamaðurinn á Suðurskautslandinu gekk af göflunum

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 11:03

Það getur verið einmanalegt að dvelja á Suðurskautslandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við greindum frá í gær hefur hópur vísindamanna sem vinnur við rannsóknir á Suðurskautslandinu beðið um að verða sóttur eftir að kollegi þeirra í hópnum gekk af göflunum.

Sunday Times í Suður-Afríku greindi frá málinu um helgina sem varðar tíu manna hóp vísindamanna frá Suður-Afríku sem dvelur á Sanae IV-rannsóknarstöðinni.

Hópurinn er þarna við rannsóknir og samkvæmt áætlun ætti hann að dvelja á Suðurskautslandinu í tíu mánuði til viðbótar. Óvíst er þó hvort af því verði en talið er að það geti tekið um tvær vikur að komast að hópnum vegna þess hversu afskekktur hann er.

Sjá einnig: Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum

Í tölvupósti eins úr hópnum kom fram að farið væri að bera á geðrænum veikindum eins úr hópnum sem hefði ráðist á samstarfsmenn sína og hótað að drepa þá. Þá var hann sakaður um að brjóta kynferðislega gegn einum úr hópnum.

„Því miður er hegðun hans orðin óútreiknanleg. Hann réðst á (X) sem er alvarlegt brot á öryggismálum vinnustaðarins og hann hótaði að drepa (X) sem hefur skapað óttablandið andrúmsloft. Ég er farinn að óttast um eigið öryggi og hugsa stöðugt um það hvort ég verði næsta fórnarlamb.“

Mail Online greinir frá því í dag að ástæðan fyrir því að starfsmaðurinn umræddi snappaði sé sú að til stóð að gera breytingar á vaktafyrirkomulagi í hópnum. Þetta virðist hafa farið mjög illa í viðkomandi starfsmann sem missti gjörsamlega stjórn á sér.

Dion George, umhverfisráðherra Suður-Afríku, sagði við fjölmiðla þar í landi um helgina að hann myndi persónulega hafa samband við hópinn og ræða við hlutaðeigandi.

„Það urðu hvöss orðaskipti sem enduðu með því að starfsmaðurinn réðst á yfirmanninn,“ sagði ráðherrann. „Það er rétt hægt að ímynda sér þessar aðstæður. Þetta er lítill vinnustaður og fólk er í mikilli nálægð við hvort annað.“

Dion bendir réttilega á aðstæður á Suðurskautslandinu geti verið erfiðar, en hópurinn er í um 4.000 kílómetra fjarlægð frá syðsta punkti Suður-Afríku. Veðurfar á Suðurskautslandinu getur verið óútreikanlegt en þar er oft vonskuveður og mjög kalt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa