fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Vaknar þú oft á nóttinni? Svefnsérfræðingar gefa góð ráð

Pressan
Laugardaginn 22. mars 2025 21:00

Ætli hún sé ofur-sofari? Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaknar þú oft klukkan þrjú á nóttunni? Ef svo er þá veistu auðvitað að það er pirrandi og nánast ávísun á þreytu yfir daginn.

Tveir svefnsérfræðingar segir að það geti verið ýmsar ástæður fyrir að fólk vakni á nóttinni. Þeir segja jafnframt að fólk þurfi að vera sérstaklega á varðbergi varðandi eina tegund vakningar.

Bandaríski sálfræðingurinn Shelby Harris, meðhöndlar fólk, sem glímir við svefnvanda, og deilir af þekkingu sinni og reynslu á Instagram þar sem tugir þúsunda fylgja henni. Hún lýsti þremur þáttum sem gera að verkum að fólk vaknar á nóttinni. Þeir eru:

Að vera of lítið blóðsykurmagn.

Að vera stressuð/stressaður.

Að þjást af kæfisvefni.

Síðan er fjórða ástæðan sem er að vakna af náttúrulegum orsökum en það er eitthvað sem þarf ekki að hafa áhyggjur af.

„Svefnvandamál koma upp þegar maður vaknar upp á hverri nóttu, um langa hríð, sem hafa neikvæð áhrif á hversdagslífið,“ sagði Ali Amidi, sem stýrir Svefn- og dægurrytmasálfræðideild Árósaháskóla.

Hann sagði að það að vakna einu sinni á nóttu og vaka í fimm til fimmtán mínútur eigi ekki að vera áhyggjuefni. „Ef þetta endurtekur sig, þá venst líkaminn því að vera vakandi á nóttunni. Það hefur áhrif á svefngæðin og við taka langir dagar með bauga undir augunum,“ sagði hann.

Harris sagði til að koma í veg fyrir að blóðsykurinn sé í lægri endanum, sé hægt að fá sér smá bita áður en farið er í rúmið. Amidi er ekki hrifinn af þessu ráði hennar og sagði að þvert á móti eigi fólk að gæta sín á að borða ekki skömmu fyrir háttatíma því það setji líkamann í gang. Það viltu forðast ef þú vilt hætta að vakna á nóttunni.

Ef þú tekur stressið úr hinu daglega lífi með þér inn í svefnherbergið, þá getur þú byrjað að vakna á nóttunni. Þetta voru þau Amidi og Harris sammála um. Amidi benti einnig á að vakningarnar geti orðið að sjálfstæðu vandamáli sem hverfi ekki með stressi hversdagsins.

„Með tímanum verður þetta vandamál, því maður verður stressaður yfir að geta ekki sofnað,“ sagði hann.

Þau sögðu bæði mikilvægt að losa sig við stress og áhygjur áður en farið er í rúmið. Það sé hægt að gera með spennulosandi æfingum, hugleiðslu eða með því að skrifa hugsanir sínar niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“