fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Saka Ísrael um að nota kynferðislegt ofbeldi sem hluta af hernaðartaktíkinni á Gasa

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 07:30

Frá Gasa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja að Ísraelsmenn hafi beitt „þjóðarmorðsaðgerðum“ gegn Palestínumönnum með því að eyðileggja heilbrigðisstofnanir, ætlaðar konum, kerfisbundið í stríðinu á Gasa og að hafa notað kynferðislegt ofbeldi sem hernaðartaktík.

The Independent segir að þetta komi fram í skýrslu sérfræðinganna. Fastanefnd Ísraels hjá SÞ í Genf, segir þessar ásakanir úr lausu lofti gripnar og séu ótrúverðugar.

Í skýrslu „UN Independent International Commission of Inquiry on the Occupied Palestinian Territory“ segir að Ísraelsmenn hafi að hluta eyðilagt möguleika Palestínumanna á Gasa til að eignast börn með því að grípa til aðgerða sem er ætlað að koma í veg fyrir fæðingar. Þetta fellur undir skilgreiningu alþjóðlegra sáttmála um þjóðarmorð.

Einnig segir að þessar aðgerðir, í bland við fleiri dauðsföll í tengslum við fæðingar vegna takmarkaðs aðgengis að lyfjum og búnaði, jaðri við glæp gegn mannkyni.

Ísraelskar öryggissveitir eru sakaðar um að hafa neytt fólk til að afklæðast opinberlega og að hafa beitt það kynferðislegu ofbeldi. Þetta hafi verið hluti af aðgerðaráætlun Ísraelsmanna til að refsa Palestínumönnum í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael í október 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar