fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. mars 2025 18:11

Hinn látni fannst í Gufunesi í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að einn aðili til viðbótar hafi verið handtekinn vegna rannsóknar hennar á manndrápinu sem framið var í umdæmi hennar í fyrradag.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp miðar vel. Rannsóknin er þó enn á frumstigum. Líkt og fram hefur komið voru þrír aðilar, tveir karlmenn og ein kona, úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Suðurlands í gær.

Í dag var einn aðili til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknar málsins og er nú í haldi lögreglu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Við rannsóknina hefur m.a. verið lagt hald á nokkrar bifreiðar, framkvæmdar hafa verið húsleitir og fjöldi vitna hefur verið yfirheyrður.

Auk aðstoðar frá öðrum lögregluembættum við rannsóknina hefur almenningur veitt lögreglunni á Suðurlandi gagnlegar ábendingar og myndefni.

Áfram verður unnið af kappi við rannsóknina en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“