fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Ferðamanni og gestgjafa hennar hópnauðgað og maður drukknaði eftir að honum var hrint út í áveituskurð

Pressan
Föstudaginn 14. mars 2025 07:30

Indverskir lögreglumenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn á mótorhjóli óku að fimm manna hópi og kröfðust þess að fá peninga. Til deilna kom og bandarískum karlmanni og tveimur indverskum karlmönnum var hrint ofan í áveituskurð. Síðan var tveimur konum hópnauðgað.

Fólkið var að við stjörnuskoðun í Koppal í suðurhluta Karnataka á Indlandi þegar þetta gerðist. Lögreglan segir að eftir að þremenningarnir á mótorhjólinu höfðu krafið fólkið um peninga, hafi komið til deilna á milli þeirra og stjörnuskoðunarhópsins. Þetta endaði með að þremenningarnir hrintu karlmönnum þremur ofan í áveituskurð og nauðguðu síðan konunum.

Annar indversku mannanna drukknaði en Bandaríkjamanninum og hinum Indverjanum tókst að synda í land.

Konurnar eru frá Ísrael og Indlandi. Sú ísraelska var á ferðalagi um Indland og gisti heima hjá þeirri indversku.

Tveir af þremenningunum hafa verið handteknir og eiga yfir höfði sér ákæru fyrir morðtilraun, hópnauðgun og rán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“