fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Pressan
Fimmtudaginn 13. mars 2025 08:22

Kimberly Sullivan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kimberly Sullivan, 56 ára kona í Connecticut í Bandaríkjunum, er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa haldið 32 ára stjúpsyni sínum föngnum í rúm tuttugu ár.

Málið kom upp í febrúarmánuði þegar slökkvilið var kallað að heimili í Waterbury vegna elds sem komið hafði upp. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang mætti þeim 32 ára karlmaður sem var illa á sig kominn.

Sagðist hann hafa kveikt eldinn því honum hefði verið haldið föngnum á umræddu heimili áratugum saman og hann vildi sleppa úr haldi.

Maðurinn var með skemmdar tennur, hárið í flækju og það sem vakti einna mesta athygli var að maðurinn var aðeins rúm 30 kíló.

Lýsti maðurinn því að stjúpmóðir hans, fyrrnefnd Kimberly, hefði læst hann inni í herbergi þegar hann var 11 ára og hann hafi aðeins fengið að fara út úr herberginu í stutta stund á hverjum degi til að sinna húsverkum.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla af málinu kemur fram að maðurinn hafi sagt við lögreglu að hann hafi fengið að fara oftar út úr herberginu á meðan faðir hans var á lífi. Hann hafi til dæmis fengið að vinna í garðinum fyrir utan húsið. Hann muni ekki eftir því að hafa yfirgefið húsið síðan hann var 14 eða 15 ára.

Maðurinn sagði einnig við lögreglu að hann hefði einungis fengið tvær samlokur og tvö vatnsglös á hverjum degi. Þá hefði hann þurft að gera þarfir sínar í flöskur eða á dagblöð sem hann gat losað sig við þegar hann fór út úr herberginu til að sinna húsverkum.

Kimberly er sögð neita sök en hún á yfir höfði sér fjölda ákæra vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi