fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Pressan
Fimmtudaginn 13. mars 2025 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei áður séð mál þessu líkt,“ sagði Karin Koci, saksóknari í Stokkhólmi í samtali við Aftonbladet um mál sem er nú fyrir dómi í borginni.

Það var í desember 2023 sem kona kom á bensínstöð í Solna, sem í útjaðri Stokkhólms, og sagði að 18 mánaða barn hennar væri aleitt heima í raðhúsinu hennar í Uppsala.

Lögreglunni var strax tilkynnt um þetta og lögreglumenn voru sendir að húsi konunnar. Þegar þangað var komið rann skelfilegur sannleikurinn upp fyrir þeim. Skömmu síðar komu tveir lögreglumenn til viðbótar á vettvang og sögðu þeir að félagar þeirra, sem komu fyrst á vettvang, hafi með kökk í hálsinum þegar þeir opnuðu dyrnar.

Það rann fljótlega upp fyrir lögreglumönnunum að barnið hafi verið skilið eftir eitt í rúmlega sólarhring. Það var í rimlarúminu sínu og hafði hvorki mat né drykk hjá sér.

Móðirin, sem er á fertugsaldri, hafði farið inn til Stokkhólms til að hitta vin sinn. Þau höfðu verið úti að skemmta sér allt kvöldið og nóttina og raunar langt fram á næsta dag.

Barnið var á lífi þegar lögreglumennirnir komi í húsið en bleyja þess var stútfull af þvagi og saur. Það var strax flutt á sjúkrahús þar sem staðfest var að það þjáðist af alvarlegum vökvaskorti en að öðru leyti var ástand þess gott.

Móðirin er ákærð fyrir að hafa stofnað lífi barnsins í hættu, fyrir illa meðferð og frelsissviptingu.

Koci sagðist telja að konan eigi að hljóta þungan dóm.

Konan á sér sögu um áfengismisnotkun.

Barnið hefur verið í umsjá fósturfjölskyldu síðan málið kom upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði