fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Pressan
Fimmtudaginn 13. mars 2025 22:00

Rabia Khalid. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðla dags 23. febrúar tilkynnti húseigandi í Highlands Ranch í Colorado í Bandaríkjunum um hugsanlegt innbrot. Hús hans var til sölu og stóð tómt. En í gegnum eftirlitsmyndavélar sá maðurinn tvær manneskjur fara inn í húsið og hringdi þá í lögregluna.

ABC News segir að þegar lögreglan kom á vettvangi hafi hún fundið tvö börn, sem sátu í bíl sem var lagt í innkeyrslunni. Karl og kona komu út úr húsinu og kynntu sig sem „samstarfsaðila fasteignasalans“. Lögreglumennirnir áttuðu sig fljótlega á að eitthvað var bogið við þetta allt saman.

Þegar lögreglumennirnir byrjuð að spyrja þau spurninga framvísaði maðurinn ökuskírteini sem reyndist tilheyra látnum manni. Konan sagðist aldrei hafa átt skilríki. Lögreglumennirnir tóku því fingraför af þeim báðum og þá fóru hjólin að snúast.

Konan reyndist heita Rabia Khalid og vera fertug. Hún var eftirlýst fyrir mannrán sem átti sér stað fyrir sjö árum. Fjallað hefur verið um það mál í Netflixþáttaröðinni „Unsolved Mysteries“.

Málið snýst um ránið á sjö ára syni hennar, Abdul Aziz Khan, sem hvarf ásamt móður sinni 2018. Hafði Rabia verið eftirlýst síðan fyrir mannrán.

Annað barnið í bílnum reyndist vera Abdul, sem er nú orðinn 14 ára.

Rabia og faðir Abdul, Abdul Khan, skildu 2014 og háðu harðvítuga deilu um forræði yfir honum. Sú deila var ekki útkljáð þegar hann hvarf 2018.

Rabia og maðurinn sem hún var með, Elliot Blake Bourgeois, voru handtekin, grunuð um mannrán, skjalafals og fleiri brot.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvaða barn var með Abdul í bílnum en þeim hefur báðum verið komið í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Í gær

Hún var á leið upp á stjörnuhimininn en lifði tvöföldu lífi – Hvað varð eiginlega um hana og hver var hinn dularfulli Kirk?

Hún var á leið upp á stjörnuhimininn en lifði tvöföldu lífi – Hvað varð eiginlega um hana og hver var hinn dularfulli Kirk?
Pressan
Í gær

Söngvararnir sem fórnuðu öllu fyrir röddina

Söngvararnir sem fórnuðu öllu fyrir röddina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi