fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var var þann 10. mars sakfelldur fyrir húsbrot og skemmdarverk. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands.

Ákærði var sakaður um að hafa ruðst í heimildarleysi inn í verkstæðisskemmu á heimili fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Skemmdi hann hluti þar inni, ísskáp, hleðslutæki fyrir lyftara, startara fyrir rafgeyma, borðsög, stjórnbox fyrir bílalyftu, réttskeið, hamar og bíl sem stóð inni í skemmunni til uppgerðar, nánar tiltekið höfuðdælu, lagnir frá dælu í hjól, vökvaforðabúr stýrisdælu, bretti og lofthreinsara. Hann velti um hillum í skemmunni en í hillunum voru ílát með skrúfum og smáhlutum sem höfðu verið flokkaðir eftir stærð og gerð.

Hann var ennfremur sakaður um að hafa brotið rúðu í útidyrahurð og svefnberbergi á íbúðarhúsi eiginkonunnar fyrrverandi. Auk þess braut hann afturrúðu í bílnum hennar.

Í málsatvikakafla dómsins greinir frá aðkomu lögreglu og þar segir meðal annars:

„Lögregla fór með [A…] um svæðið þar sem hún sýndi þeim ummerki um skemmdir. Innan útihússins, sem er verkstæðishús, var allt á öðrum endanum, verkfærum, skápum, hillum og borðsög hafði verið umturnað, ísskápur brotinn, hlutir í Range Rover fornbifreið skemmdir og annað tjón. [A…] kvaðst hafa skoðað öryggismyndavélar og séð [X…] koma að svæðinu og ganga þar um.“

Hjónin fyrrverandi höfðu lengi átt í deilum, meðal annars um börnin. Sýndi maðurinn ofsafengna hegðun í þeim deilum.

Konan krafði manninn um rúmlega hálfa milljón króna í skaðabætur vegna skemmdanna. Dómari taldi kröfuna hins vegar vanreifaða og vísaði henni frá.

Maðurinn fékk 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og skemmdarverk.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð