fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Pressan
Miðvikudaginn 12. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að tvítugri stúlku sem hvarf sporlaust meðan hún var í fríi með vinum sínum í Dóminíska lýðveldinu hefur enn engan árangur borið.

Stúlkan, Sudiksha Konanki, er nemandi við University of Pittsburgh og sást hún síðast aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Var hún í svokölluðu „vorfríi“ (e. spring break) með fimm vinkonum sínum í Punta Cana þegar hún hvarf.

NBC News greindi frá því á mánudag að Konanki hafi sést á ströndinni með ungum manni þar sem þau fengu sér meðal annars sundsprett í sjónum. Þá sást hún í göngutúr með þessum sama manni á ströndinni en eftir það spurðist ekkert til hennar.

Þegar stúlkan var ekki í herberginu sínu að morgni fimmtudags tilkynntu vinkonur hennar um hvarfið og hafa yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu meðal annars notið aðstoðar bandarískra og indverskra yfirvalda, en Konanki er indverskur ríkisborgari.

Nú þegar tæp vika er liðin frá hvarfinu hefur lögregla litlar vísbendingar fengið um hvað gerðist. Hefur ýmsum tilgátum verið varpað fram en lögregla hallast að því að um einhvers konar slys hafi verið að ræða. Hugsanlega hafi alda hrifsað hana með sér á haf út.

Í frétt CNN kemur fram að maðurinn sem Konanki sást með þessa nótt sé ekki grunaður um aðild að hvarfi hennar að svo stöddu. Viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Konanki á ströndina og fengið sér sundsprett.

Þegar þau komu upp úr sjónum hafi honum verið óglatt og hann sofnað á strandstól á ströndinni. Hann sást svo á eftirlitsmyndavélum yfirgefa ströndina einn um klukkan 9 að morgni fimmtudags.

Umfangsmikil leit hefur farið fram síðustu daga þar sem hundar, þyrlur, drónar og leitarhópar hafa verið notaðir en engin ummerki hafa fundist um Konanki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf