fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Pressan
Miðvikudaginn 12. mars 2025 08:00

Þýska þinghúsið, Bundestag. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir karlar og ein kona voru sakfelld í síðustu viku fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna fyrrum heilbrigðisráðherra landsins. Fólkið tilheyrir allt samtökum öfgahægrimanna.

Dómstóll í Koblenz dæmdi fjóra í fangelsi frá fimm árum og níu mánuðum til átta ára. Einn var dæmdur í tveggja ára og 10 mánaða fangelsi að sögn dpa fréttastofunnar.

Karlarnir, sem eru á aldrinum 46 til 58 ára, og konan, sem er 77 ára, voru ákærð fyrir að vera meðlimir í hryðjuverkasamtökum sem nefnast „Sameinaðir ættjarðarvinir“ og að hafa ætlað að steypa þýsku ríkisstjórnin og ræna völdum.

Við réttarhöldin sögðu saksóknarar að hryðjuverkasamtökin tengist hinni svokölluðu „Ríkisborgarahreyfingu“ en hún hafnar því að þýska stjórnarskráin, sem var tekin upp að síðari heimsstyrjöldinni lokinni, sé í gildi. Hreyfingin minni að ákveðnu leyti á QAnon hreyfinguna í Bandaríkjunum.

Saksóknarar sögðu að fólkið hafi ætlað að nota sprengjur til að skapa „aðstæður sem líkjast borgarastyrjöld“ og hafi ætlað að ræna Karl Lauterbach, fyrrum heilbrigðisráðherra, sem var einarður talsmaður harðra sóttvarnaaðgerða á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól