fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Þingmaður segir „fullorðnum smábörnum“ til syndanna

Eyjan
Mánudaginn 10. mars 2025 15:30

Jón Pétur Zimsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Pétur Zimsen alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum skólastjóri segir í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X hópi, sem hann kallar „fullorðin smábörn“ til syndanna.

Jón Pétur fer ekki út í nákvæma skilgreiningu á þessum hópi fyrir utan að lýsa honum þannig að þarna sé á ferðinni fólk sem hafi lítið þroskast síðan það lauk grunnskólagöngu sinni:

„Fátt er verra en fullorðið smábarn. Fólk sem þroskast lítið á vegferð sinni í gegnum lífið. Fullorðin smábörn enda því oft sem bitrir, hrokafullir einstaklingar fullir af eftirsjá. Þessi hópur einstaklinga ,,toppar“ oft í grunnskóla en síðan molnar hratt undan öllu hjá þeim.“

Jón Pétur segir það alveg ljóst hvernig lýsa megi lífi fólks í slíkri stöðu:

„Það er sóun á lífshlaupi að finna ekki tilgang, takast ekki á við ábyrgð eða að taka ekki þátt í lýðræðinu.“

Þingmaðurinn virðist telja það enn fremur  gefa augaleið hvað einkenni daglegt líf „fullorðnu smábarnanna“ og leggur til leiðir til að gera breytingar:

„Ef þú ert á vondum stað taktu fyrsta skrefið til bata með því að vinna litla sigra s.s. hringja í foreldra þína, fara út með ruslið, minnka tölvuleiki um 30%, ganga 500m og standa við það sem þú ætlar þér (sem er öfugt við forðun). Það er ótrúlegt hvað litlir hlutir geta gefið fólki mikið, vöxum og þroskumst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi