fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Pressan
Mánudaginn 10. mars 2025 14:00

Isak á mynd með Kate Moss. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan hefur hafið aftur rannsókn á dauða milljarðamæringsins Isak Andic sem lést á sviplegan hátt í desembermánuði.

Isak þessi, sem var bæði með tyrkneskt og spænskt ríkisfang, er þekktastur fyrir að hafa stofnað Mango-fataverslunarkeðjuna en hann hrapaði til bana þegar hann var í fjallgöngu með 43 ára syni sínum, Jonathan Andic, skammt frá Barcelona þann 14. desember síðastliðinn.

Jonathan var yfirheyrður af lögreglu eftir slysið og var ákveðið að loka málinu í janúar. Síðar kom í ljós að framburður Jonathans um slysið kom ekki heim og saman við það sem „lögregla fann á vettvangi“ eins og það er orðað í umfjöllun El Pais. Því var ákveðið að opna rannsóknina á nýjan leik.

El País segir að þetta þýði ekki að Jonathan sé grunaður um að halda mikilvægum upplýsingum frá lögreglu eða að hann sé að hylma yfir hugsanlegan glæp. Lögregla þurfi að opna málið aftur til að rannsaka ákveðin atriði betur.

Isak var 71 árs þegar hann lést og voru eignir hans metnar á rúma 600 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu